Herjólfur flutti 54.000 gesti og 12.000 bíla til og frá Eyjum síðasta mánuðinn

10.Júlí'12 | 08:16
54.000 farþegar ferðuðust með Herjólfi milli lands og eyja á tímabilinu frá 9. júní til 8. júlí.

„Já, þetta er gríðarlegur fjöldi. Inni í þessu eru þrjár mjög stórar helgar, Pæjumótið, Shellmótið og Goslokahátíðin. En engu að síður eru þetta rosalegar tölur. Það voru eitthvað um 12.000 bílar,“ segir Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs, spurður um málið í gærkvöldi.
 
 
Hann telur að um met sé að ræða í farþegaflutningi milli lands og Eyja.
 
Þetta gera rúmlega fjórtán þúsund manns að meðaltali á viku.
 
„Þetta er ofsalegur fjöldi. Það er meira og minna fullt í allar ferðir og endalaus straumur farþega, bæði Íslendinga og erlendra,“ sagði Gunnlaugur og kvað það skipta miklu fyrir Vestmannaeyjabæ að fá þennan fjölda gesta.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.