Lögreglan leitaði að konu í Vestmannaeyjum en hún hafði þá farið til Reykjavíkur án þess að tilkynnina um ferðir sínar

10.Júlí'12 | 13:42

Lögreglan,

Töluverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Þó má segja að Goslokahelgin hafi farið vel fram og þá sérstaklega aðfaranótt sunnudagsins er engin alvarleg mál komu upp þá nótt þrátt fyrir að í Eyjum hafi verið mikill fjöldi fólks að skemmta sér.
Aðfaranótt mánudagsins í síðustu viku var lögreglunni tilkynnt um alvarlega líkamsárás á veitingastaðnum Lundanum. Þar skarst maður illa í andliti eftir að hafa verið sleginn með flösku. Hann var fluttu á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Vitað er hver er gerandi í þessu máli og er málið í rannsókn. Um helgina handtók lögreglan aðila sem var í átökum í bænum. Hann brást illa við og veitti lögreglumönnum mótspyrnu og sparkaði í lögreglumenn. Hann var vistaður í fangageymslu. Hann má búast við kæru vegna þessa. Á sunnudaginn kærði stúlka karlmann fyrir að hafa veitt sér áverka þegar hann sló hana. Bæði þessi mál eru í rannsókn hjá lögreglunni.
 
Í vikunni var tilkynnt að skemmdir hafi verið unnar á bifreið sem stóð við Skipalyftuna. Allar rúður voru brotnar í bifreiðinni. Um helgina var tilkynnt að rúða hafi verið brotin í húsi við Miðstræti. Tjónvaldur var á staðnum þegar lögregla kom og ætlar hann að greiða fyrir skemmdirnar sem hann var valdur að. Tveir gistu fangageymslu í þessari viku vegna ölvunarástands og þar sem þeir gátu ekki gert gein fyrir dvalastað sínum. Þá þurfti að sinna nokkrum kvörtunum um hávaða í heimahúsum.
 
Um helgina var tilkynnt til lögreglunar að kona um sextugt sem var hér gestur á Goslokahátíð með vinahóp hafi ekki skilað sér á gististað þar sem hún hafði leigt sér um helgina. Ættingjar voru farnir á óttast um konuna. Lögreglan hóf þegar leit og farið var að huga að því að ræsa út björgunarsveitir til leitar þegar tilkynning barst að hún væri kominn til Reykjavíkur en ekki tilkynnt það til sinna nánustu. Ekki er vitað hvað konunni gekk til að láta ekki vita af ferðum sínum.
 
Tvö mál voru tilkynnt til barnaverndaryfirvalda vegna ölvaðra ungmenna.
 
Fjórir voru kærðir fyrir umferðarlagabrot þessa viku. Það var þar sem þeir notuðu ekki öryggisbelti og fyrir að leggja bifreið ólöglega.
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.