Klaufar að fara ekki áfram í fyrra

segir Tryggvi Guðmundsson

5.Júlí'12 | 08:42
ÍBV mætir Saint Patrick´s frá Írlandi í Evrópudeildinni í kvöld en liðin eigast þá við ytra. Þessi lið áttust einnig við í fyrra en þá höfðu Írarnir betur samanlagt 2-1. Tryggvi Guðmundsson er bjartsýnn á að Eyjamenn nái að svara fyrir sig og slá Saint Patrick's út í ár.
 
,,Ég tel möguleikana vera góða. Ég vil meina að við höfum verið klaufar að fara ekki áfram gegn þeim í fyrra. Við unnum 1-0 á heimavelli í fyrri leiknum og fengum tækifæri til að skora þetta mikilvæga útivallarmark en gerðum það ekki," sagði Tryggvi við Fótbolta.net í gær.
 
,,Við erum reynslunni ríkari núna, það eru margir sem voru að spila sína fyrstu Evrópuleiki í fyrra og munu stíga upp núna. Við byrjum á útivelli sem er talið þægilegra og ég tel möguleikana vera fína."
 
Saint Patrick's endaði í fjórða sæti í írsku deildinni í fyrra en talsverðar breytingar hafa orðið á hópnum síðan þá.
 
,,Ég hef heyrt að þeir hafi skipt um þjálfara og fengið slatta af nýjum leikmönnum. Þetta er samt alltaf sami breski stíllinn, 4-4-2, krossar og læti."
 
Eyjamenn hafa verið á miklu flugi síðan Tryggvi kom inn í liðið í lok maí eftir að hafa misst af byrjun móts.
 
,,Við erum komnir með sex sigra í röð og það væri gaman að geta haldið þeirri runu áfram en við áttum okkur á því að þetta er erfitt verkefni," sagði Tryggvi að lokum.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%