Flikk Flakk á dagskrá RÚV á morgun

4.Júlí'12 | 09:31

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Anna kvöld klukkan 20:05 verður þátturinn Flikk flakk á dagskrá Ríkissjónvarpssins en þátturinn fjallar um breytingar á Vitatorginu sem framkvæmdar voru fyrr í sumar.
Á vef ruv.is má lesa eftirfarandi um þáttinn:
Íbúar Vestmannaeyja og Hornafjarðar ráðast í stórkostlegar breytingar á aðeins tveimur dögum í samstarfi við færustu hönnuði landsins.
 
RÚV fær í lið með sér snjalla hönnuði sem fara í bæjarfélög og ráðast í miklar umbætur á hafnarsvæðunum. Íbúar taka virkan þátt í breytingunum sem fara fram á tveimur dögum. Bæjarbúar taka höndum saman og mála, smíða, gróðursetja, hreinsa og gera upp gömul hús sem fá nýtt hlutverk.
 
Á sama tíma skemmta listamenn bæjarins með tónlist og ýmsum uppákomum. Gunna Dís hvetur bæjarbúa áfram en flakkar líka um og lendir í óvæntum ævintýrum. Fylgist með stórskemmtilegum þætti á RÚV þar sem við sjáum íbúa sameinast og upplifa kraftaverk á tveimur dögum.
 

Hægt er að sjá stutta styklu úr þættinum hér:

 

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.