Flikk Flakk á dagskrá RÚV á morgun

4.Júlí'12 | 09:31

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Anna kvöld klukkan 20:05 verður þátturinn Flikk flakk á dagskrá Ríkissjónvarpssins en þátturinn fjallar um breytingar á Vitatorginu sem framkvæmdar voru fyrr í sumar.
Á vef ruv.is má lesa eftirfarandi um þáttinn:
Íbúar Vestmannaeyja og Hornafjarðar ráðast í stórkostlegar breytingar á aðeins tveimur dögum í samstarfi við færustu hönnuði landsins.
 
RÚV fær í lið með sér snjalla hönnuði sem fara í bæjarfélög og ráðast í miklar umbætur á hafnarsvæðunum. Íbúar taka virkan þátt í breytingunum sem fara fram á tveimur dögum. Bæjarbúar taka höndum saman og mála, smíða, gróðursetja, hreinsa og gera upp gömul hús sem fá nýtt hlutverk.
 
Á sama tíma skemmta listamenn bæjarins með tónlist og ýmsum uppákomum. Gunna Dís hvetur bæjarbúa áfram en flakkar líka um og lendir í óvæntum ævintýrum. Fylgist með stórskemmtilegum þætti á RÚV þar sem við sjáum íbúa sameinast og upplifa kraftaverk á tveimur dögum.
 

Hægt er að sjá stutta styklu úr þættinum hér:

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.