Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglunar í vikunni

Dagbók lögreglunnar

3.Júlí'12 | 09:55

Lögreglan,

Í ýmsu var að snúast hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum síðustu viku enda mikill fjöldi fólks í bænum. Aðstoða þurfti fólk vegna ölvunarástands og nokkrar kvartanir bárust lögreglu vegna ónæðis frá ölvuðu fólki. Enginn þurfti þó að gista fangageymslu vegna ölvunarástands. Einn aðili var kærður fyrr brot á lögreglusamþykkt þar sem hann var að losa þvag utaní hurð á verslun í miðbænum.
Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglunar í vikunni. Ekki liggur fyrri hvort kært verður í því máli. Þarna var um einhverns konar uppgjör milli aðila að ræða.
 
Umferð var mjög þung í bænum og þurfti lögreglan að hafa afskipti að mörgum ökumönnum vegna þessa. Fjórtán voru kærðir fyrir umferðarlagabrot. Það var vegna þess að nota ekki öryggisbelti, tala í farsíma án handfrjálsbúnaðar. Þá voru nokkrir kærðir fyrir ranga langningu ökutækis.
 
Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað tvisvar út þessa viku. Um var að ræða eld í sportbát. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en miklar skemmdir eru á bátnum eftir brunann. Talið er að eldur hafi kviknað útfrá rafmagni. Aðfaranótt fösludagsins sl. var slökkviliðið kallað út þar sem tilkynnt var um að kveikt hafi verið í bíldekki austast á Nýjahrauni. Engin hætta var þar á ferðum og var aðstoð slökkviliðs afturkölluð.
 
Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni þar sem poki með kannabisefnum fannst á gólfi verslunar í bænum. Greinilegt að einhver hefur misst pokann.
 
Tvö slys voru tilkynnt til lögreglunnar í vikunni. Ung stúlka féll af hlaupahjóli sínu og var talinn handleggsbrotinn þegar hún var flutt á sjúkrahús. Þá tilkynnti kona að hún hafi handleggsbrotnað þar sem hún hjólaði að keðju sem sett hefur verið yfir veginn sem liggur innað vatnspóstinum í Herjólfsdal.
 
Um næstu helgi verður haldin árleg Goslokahelgi. Lögreglan hvetur fólk að ganga hægt um gleðinna dyr enda um að ræða fjölskylduhelgi. Sérstaklega eru foreldrar beðnir að virða útvistartíma barna og ungmenna. Lögreglan mun verða með aukinn viðbúnað þessa helgi. Börn og ungmenn sem eru úti eftir að útvistartíma lýkur og ekki í fylgd með foreldrum eða eru undir áhrifum áfengis verða fluttir til síns heima og þau mál tilkynnt barnaverndaryfirvöldum.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.