Vondar fréttir úr Verstöðinni.

Valmundur Valmundsson skrifar

29.Júní'12 | 10:23
Slæmar fréttir bárust í morgun ú Vinnslustöðinni. 40 manns var sagt upp störfum, þar af 30 sjómönnum. Allri áhöfn Gandí VE. Ástæðan er minni kvóti og auðlindagjald á sjávarútveginn.
Við sem höfum mótmælt auðlinda- og kvótafrumvörpunum, höfum verið að kalla eftir úttekt á fyrirtækjunum og sjávarbyggðunum. Hvernig þessi frumvörp færu með fyrirtækin og sjávarbyggðirnar í raun. Nú er að koma í ljós hvernig þessar aðgerðir bíta í þá sem síst skildi.
 
Framlegðin af Gandí er viðunandi á þessu fiskveiðiári. Á því næsta er framlegðin komin í mínustölu vegna aðgerða stjórnvalda, fyrst og fremst.
 
Á næsta kvótaári hverfa úr hagkerfi Vestmannaeyja um 4.5 milljarðar í auðlindagjald. Það er nokkuð víst hvar menn byrja að spara fyrst. Það er í nærumhverfinu og ég er hræddur um að erfitt verði fyrir t.d. íþróttafélögin að halda sínum hlut í styrkjum frá útvegsfyrirtækjunum. Þetta ástand bitnar á okkur öllum og ekki buðum við upp í þennan dans með stjórnvöldum. Við höfum einmitt varað við því að svona gæti farið.
 
Svei ykkur sem gerið okkur þennan óleik.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is