Vondar fréttir úr Verstöðinni.

Valmundur Valmundsson skrifar

29.Júní'12 | 10:23
Slæmar fréttir bárust í morgun ú Vinnslustöðinni. 40 manns var sagt upp störfum, þar af 30 sjómönnum. Allri áhöfn Gandí VE. Ástæðan er minni kvóti og auðlindagjald á sjávarútveginn.
Við sem höfum mótmælt auðlinda- og kvótafrumvörpunum, höfum verið að kalla eftir úttekt á fyrirtækjunum og sjávarbyggðunum. Hvernig þessi frumvörp færu með fyrirtækin og sjávarbyggðirnar í raun. Nú er að koma í ljós hvernig þessar aðgerðir bíta í þá sem síst skildi.
 
Framlegðin af Gandí er viðunandi á þessu fiskveiðiári. Á því næsta er framlegðin komin í mínustölu vegna aðgerða stjórnvalda, fyrst og fremst.
 
Á næsta kvótaári hverfa úr hagkerfi Vestmannaeyja um 4.5 milljarðar í auðlindagjald. Það er nokkuð víst hvar menn byrja að spara fyrst. Það er í nærumhverfinu og ég er hræddur um að erfitt verði fyrir t.d. íþróttafélögin að halda sínum hlut í styrkjum frá útvegsfyrirtækjunum. Þetta ástand bitnar á okkur öllum og ekki buðum við upp í þennan dans með stjórnvöldum. Við höfum einmitt varað við því að svona gæti farið.
 
Svei ykkur sem gerið okkur þennan óleik.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is