Sagði upp fólki og greiddi síðan 850 milljónir í arð

29.Júní'12 | 08:24

VSV Vinnslustöðin Sighvatur Bjarnason VE

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að segja upp 41 starfsmanni í hagræðingarskyni og setja Gandí VE á söluskrá, að því er kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær. Félagið samþykkti í gærkvöldi að greiða 850 milljónir króna í arð.
„Þessi arður er um það bil 13% af eigin fé Vinnslustöðvarinnar sem er um það bil það sama og ávöxtunarkrafa Bankasýslu ríkisins af bönkunum," segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. „Ef við horfum á það hvað var áætlað á síðasta ári, þá er þetta um það bil fimm prósent af markaðsvirði þess. Ef ríkisskuldabréf eru keypt í dag, held ég að ávöxtunarkrafan sé nálægt sjö prósentunum."
 
Til samanburðar má geta þess að arðgreiðslur ársins á undan voru 500 milljónir króna og hækkunin á milli ára nemur því 75 prósentum.
 
Sigurgeir útilokar ekki enn frekari sparnaðaraðgerðir. „Ef fyrirtækið ætlar að lifa álögurnar af þá verðum við að bregðast enn frekar við og spara meira," segir hann. Hann vill ekki útlista hvers konar aðgerðir þá séu í kortunum, en uppsagnirnar núna séu mikilvægur liður í að halda fyrirtækinu gangandi. Hann segir ákvarðanirnar um að segja upp 13 prósentum fastráðins starfsfólks og draga saman í rekstri séu þungbærar fyrir Vinnslustöðina, en auðvitað fyrst og fremst fyrir starfsfólkið.
 
„Engum ætti þó að koma á óvart að til slíkra tíðinda drægi, allra síst stjórnvöldum landsins og alþingismönnum sem samþykktu nú síðast stórhækkun veiðigjalda þvert á viðvaranir úr öllum áttum, þar á meðal úr röðum eigin sérfræðinga og ráðgjafa," segir Sigurgeir.
 
Meðal þeirra sem sagt var upp var öll áhöfnin á Gandí VE, alls 30 manns, og 11 manns í landvinnslu fyrirtækisins í Vestmannaeyjum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).