Búast við slæmu varpi á Vesturlandi og Suðurlandi

28.Júní'12 | 05:57

Lundi

Varpárangur lunda í Vestmannaeyjum hefur verið slakur og farið versnandi undanfarin sjö ár. Árið 2011 var álitið að um 2.500.000 varppör yrpu við Ísland og um þriðjungur þeirra í Vestmannaeyjum en þar er stærsta lundabyggð í heimi.
Á nýafstöðnu lundaralli um landið var m.a. skoðað hvað orpið er í mörg prósent af lundaholum í hverju varpi, svokallað ábúðarhlutfall. Venjuleg tala er um 75% en ef orpið er í undir 60% af holunum bendir það til að eitthvað bjáti á og reynslan sýnir að varpið fari í vaskinn.
 
Náttúrustofa Suðurlands býst við því að varpið verði afar slæmt á Vesturlandi og Suðurlandi, en í grófum dráttum svipað og í fyrra.
 
Hvort lundaveiðar verða leyfðar í Vestmannaeyjum í ár verður tekið til umræðu á fundi bæjarráðs í dag.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.