Einingahús flutt til Vestmannaeyja

27.Júní'12 | 08:07

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Styttri sigling milli lands og eyja um Landeyjahöfn hefur gert tveimur fjölskyldum í Eyjum kleift að reisa sér hús úr einingum sem eru steyptar á fastalandinu og fluttar yfir hafið.
Flutningavagnar eru algeng sjón á bílaþilfari Herjólfs. En það er nýlunda að þeir séu notaðir til að flytja íbúðarhús.
 
Undanfarnar vikur hefur rúmlega þrjú hundruð fermetra parhús verið flutt í einingum frá verksmiðju á Akranesi á byggingarstað í Vestmannaeyjum. Tvær fjölskyldur byggja húsið saman. Það ríkti spenna og tilhlökkun þegar fyrsta einingin kom.
 
Húsbyggjendur segja styttri siglingatíma um Landeyjahöfn forsendu þess að byggja einingahús með þessum hætti í Eyjum. Þórarinn Þórhallsson, pípulagningamistari, segir að húsið komi tilbúið að utan með klæðingu og svo sandsparslað inni og með rafmagnsdósum.
 
Einingarnar voru fluttar yfir hafið í níu ferðum. Tólf dögum eftir fyrstu sendingu hófst samsetning hússins.
 
Guðni Hjörleifsson, netagerðarmaður: „Við seldum húsið okkar og ætluðum að kaupa okkur hús á einni hæð. Svo gekk það ekki upp og þessi hugmynd kom upp hjá okkur Þórarni í pottinum. Þetta var ákveðið upp frá því."
 
Þrátt fyrir flutningskostnað telja menn þetta hagkvæma leið. Byggingatíminn er stuttur og að minnsta kosti önnur fjölskyldan stefnir að því að flytja inn á árinu.
 
„Við vonumst til að komast inn fyrir gott verð. Er það mun minna en ef þú hefðir keypt þér annað sem er í smíðum hér í Eyjum? Já, ég tel það ef ég hefði þurft að kaupa nýsmíði þá tel ég þetta eitthvað lægra, líka af því að maður er að vinna mikið í þessu sjálfur, segir Guðni."
 
 
Hægt er að horfa á frétt RÚV hér

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.