Afmælishátíð í Safnahúsi

26.Júní'12 | 11:20
Samfelld afmælishátíð í Safnahúsi dagana 30. júní -8. júlí 2012 í tilefni af 150 ára afmæli Bókasafns Vestmannaeyja og 80 ára afmæli Byggðasafns Vestmannaeyja.
Laugardagurinn 30. júní
Í Einarsstofu eru myndir eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval.
13:30 Hátíðardagskrá í Einarsstofu vegna 150 ára afmælis Bókasafns Vestmannaeyja.
Elliði Vignisson bæjarstjóri: Ávarp.
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður: Mark og mið Lestrarfélags Vestmannaeyja.
Dr. Ágúst Einarsson prófessor og fyrrverandi rektor: Hin nýja atvinnuháttabylting og Bókasafn Vestmannaeyja.
Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis: Kjötbollur og kúltúr.
Matthías Johannessen skáld og dr. Pétur Pétursson prófessor : Kynning á samstarfsverkefni um Davíðssálma Jóns Þorsteinssonar píslarvotts.
Afhjúpun nýs merkis Bókasafns Vestmannaeyja. Hönnuðurinn, Gunnar Júlíusson, útskýrir hugmyndafræðina.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir formaður menningarmálanefndar: Lokaorð.
Tónlist: Kittý Kovács (píanó) og Balázs Stankowsky (fiðla).
16:00 Hátíðarkaffi á safninu og dagskrárlok.
Í tilefni afmælisvikunnar er boðið upp á ókeypis bókasafnsskírteini í bókasafninu fyrstu vikuna í júlí. Hægt er að fá skírteinið ókeypis í eitt ár eða framlengja um ár ókeypis. Eina skilyrðið er að mæta á staðinn!
Afmælisdagskráin er styrkt af Vestmannaeyjabæ, Menningarráði Suðurlands og Sparisjóði Vestmannaeyja.
 
 
Sunnudagurinn 1. júlí
Í Einarsstofu eru myndir eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval.
13:30 Dagskrá í Einarsstofu um rannsóknir á menningararfi Vestmannaeyja.
Sigurður E. Vilhelmssonar formaður Söguseturs 1627: Menningarsagan – mestu verðmæti hvers byggðarlags.
 
Dr. Már Jónsson prófessor: Eftirlátnar eigur alþýðufólks í Eyjum á 19. öld.
Katrín Gunnarsdóttir fornleifafræðingur: Fornleifar í landi Vestmannaeyja.
Dr. Clarence E. Glad sjálfstætt starfandi fræðimaður í RA: Ímyndasköpun í Evrópu á dögum „Tyrkja“ránsins.
Páll Marvin Jónsson framkvæmdastjóri Þekkingarseturs: Lokaorð.
15:00 Kaffi og dagskrárlok.
 
Mánudagurinn 2. júlí
Í Einarsstofu eru myndir eftir Júlíönu Sveinsdóttur. Fágætisbókasafn Sveins Jónssonar dregið fram, ásamt munum úr eigu fjölskyldunnar, nú á byggðasafni.
13:00 Dagskrá í Einarsstofu til heiðurs Sveini Jónssyni elsta í Völundi, Guðrúnu Runólfsdóttur og Júlíönu Sveinsdóttur listakonu.
Kristín Bragadóttir doktorsnemi í sagnfræði: Ástríðufullur bókasafnari.
Hrafnhildur Schram listfræðingur: „Ég vil heldur barninginn í náttúrunni.“
Bergljót Leifsdóttir Mensuali ferðatæknir: Æviágrip um Svein Jónsson langafa minn, Guðrúnu Runólfsdóttur langömmu mína og stofnun Völundar h.f.
Tónlist: Kittý Kovács (píanó) og Balázs Stankowsky (fiðla).
15:00 Kaffi og dagskrárlok.
 
 
 
 
Þriðjudagurinn 3. júlí
Í Einarsstofu er sýningin Bókaveröld barnanna.
11:00 og 14:00 Opið hús. Starfsmenn leiða gesti um leynda kima handan harðlæstra geymslna.
15:00 Ingólfsstofa. Kaffi með fyrrverandi starfsmönnum.
 
Miðvikudagurinn 4. júlí
11:00 og 14:00 Opið hús. Starfsmenn leiða gesti um leynda kima handan harðlæstra geymslna.
15:00 Einarsstofa. Opinn kynningarfundur um bók Árna Árnasonar símritara. Kallað eftir leiðréttingum, myndum af bjargveiðimönnum o.fl.
 
Fimmtudagurinn 5. júlí
12:00 Súpufundur í Sagnheimum, byggðasafni.
12:15 Una Margrét Jónsdóttir þáttagerðastjórnandi: Allir í leik, allir í leik.
13:30 „Gömlu“ leikirnir á Stakkó, í samvinnu við leikskólana og miðbæjarverði. Opið börnum á öllum aldri.
 
 
Föstudagurinn 6. júlí
15:00 Ingólfsstofa: Opinn fundur með Atla Ásmundssyni ræðismanni Íslands í Kanada og félagi áhugamanna um rannsóknir á sögu Vestmannaeyinga í Vesturheimi og afkomenda þeirra.
16:00 Einarsstofa. Opnun á sýningu Jóns Óskars.
 
 
 
 
Laugardagurinn 7. júlí
16:00 Hátíðardagskrá í Sagnheimum vegna 80 ára afmælis Byggðasafns Vestmannaeyja.
 
Elliði Vignisson bæjarstjóri: Ávarp.
Þórður Tómasson í Skógum: Fetað til fortíðar.
 
Guðjón Ármann Eyjólfsson fyrrverandi skólameistari: Eyjólfur frá Bessastöðum.
 
Páll Marvin Jónsson framkvæmdastjóri Þekkingaseturs: Byggðasafnið í fortíð og nútíð.
 
Árni Sigfússon bæjarstjóri: Tíminn og taurullur hvunndagshetjanna.n.
 
Kristín og Víglundur Þorsteinsbörn og dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor kynna myndbandsupptöku með viðtölum við Þorstein. Spilaður er 10 mín. bútur.
 
Hildur Sólveig Sigurðardóttir formaður menningarmálanefndar: Lokaorð.
Tónlist: Kittý Kovács (píanó) og Balázs Stankowsky (fiðla).
18:00 Hátíðarkaffi á safninu og dagskrárlok.
 
 
Sunnudagurinn 8. júlí – Íslenski safnadagurinn – ókeypis aðgangur að byggðasafni
15:00 Ljóðadagskrá í Einarsstofu.
Pjetur Hafstein Lárusson les úr nýútkomnu ljóðasafni sínu.
16:00 Kaffi og dagskrárlok.
11:00-17:00 Á Byggðasafni er sýnd myndbandsupptaka með viðtölum við Þorstein Þ. Víglundsson. Myndbandið rúllar allan daginn.
 
 
 
Afstaðið á afmælisári:
· Jólasýning Steinunnar Einarsdóttur í Einarsstofu til 5. janúar.
· 5. janúar: Málverkasýning Sigurdísar Arnarsdóttur í Einarsstofu opnar.
· 7. janúar: Sögur af huldufólki og tröllum í kjallara Safnahúss.
· 23. janúar: Eldgos – aflvaki sagna og sigra. Sýning í Einarsstofu úr listasafni, byggðasafni og skjalasafni opnar.
· 20. febrúar: Velkomin sértu góa mín – að þreyja þorrann og góuna. Sýning í Einarsstofu úr listasafni, skjalasafni, bókasafni og byggðasafni opnar.
· 23. mars.: Málverkasýning Sigurgeirs Jóhannssonar í Einarsstofu opnar.
· 24. mars.: ,,Vinir í vestri“. Erindi Atla Ásmundssonar ræðismanns Íslands í Kanada í Einarsstofu. Hungurvaka, sýning skjala, bóka og mynda sem tengjast Vesturförum.
· 4. apríl: Páskasýning í Einarsstofu: Málverkasýning Ragnars Engilbertssonar opnar.
· 19. apríl.: Sumardagurinn fyrsti – opið hús í Eianrsstofu. Sýnishorn af myndum Júlíönu Sveinsdóttur, dagskrá 2. júlí um Svein í Völundi og Júlíönu kynnt.
· 20. apríl: Málverkasýning í Einarsstofu: Opnuð sýning mynda í eigu bæjarins eftir Engilbert Gíslason.
· 12. maí: Bryggjan í Sagnheimum, byggðasafni. ,,Draumur hins djarfa manns“. Erindi Rósu Margrétar Húnadóttur frá Síldaminjasafni Íslands um sjómannalögin.
· 2.-3. júní: Sjómannadagshelgin. Sýning í Einarsstofu á myndum úr listasafni sem tengjast sjómennsku. Bryggjan í Sagnheimum, byggðasafni. Guðgeir Matthíasson segir sögur úr fiskvinnslu og sjómennsku á bryggju Sagnheima og Finnur þenur nikkuna. Spilaðar gamlar upptökur úr safni Árna Árnasonar símritara frá sjómannadegi 1956.
· 17. júní: Sýningin Bókaveröld barnanna í Einarsstofu í samstarfi við Grunnskóla Vestmannaeyja.
 
Framundan á afmælisári:
· 17. júlí 385 ár frá Tyrkjaráni
· 26. ágúst: Böðvar Guðmundsson rithöfundur og Vesturfararnir
· 8. september: Ljósmyndasafn Óskars Björgvinssonar.
· 6. október: Arnar Sigurmundsson kynnir námskeiðið Húsin í hrauninu sem haldið er í tilefni 10 ára afmælis Visku. Erindið er haldið í Einarsstofu þar sem sett verður upp sýning með listaverkum af húsum og umhverfi sem fór undir hraun.
· 13. október: Útgáfa bókar Árna Árnasonar símritara.
· 2. – 4. nóvember: Safnahelgin. Gylfi Ægisson, Örlygur Kristleifsson
· 24. nóvember: Hannes lóðs og sjómennska fyrri tíma.
· 4. des. Tónlistar- og sálmaarfur Vestmannaeyinga kynntur í tónum og tali.
· Nóvember/desember: Perlur listasafns Vestmannaeyja. Sýnd eru dýrmætustu listaverkin fram að jólasýningu.
· Desember. Jólasýning Safnahúss.
· 23. janúar 2013. Myndlistarverkefni barna. Unnið á skapandi hátt upp úr eldgosamynd Steinunnar Einarsdóttur.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).