Glæsileg dagskrá goslokahátíðar

21.Júní'12 | 10:30
Í dag sendi undirbúningsnefnd Goslokahátíðar frá sér dagskrá goslokahátíðarinnar sem haldinn verður 5-8.júlí næstkomandi. Dagskráinn er glæsileg að vanda en hægt er að skoða hana hér að neðan:
Fimmtudagurinn 5. júlí
 
Sagnheimar
 
Kl. 12.00 Gömlu barnaleikirnir
 
-Una Margrét Jónsdóttir heldur fyrirlestur um gömlu barnaleikina. Í framhaldi verður farið í leiki á Stakkagerðistúni og eru börn og ungmenni hvött til að mæta.
 
Akóges
 
Kl. 15.00 Opnun myndlistarsýningar Gerðar Sigurðardóttur
 
Sæheimar (efri hæð Miðstöðvarinnar)
 
Kl. 17.00 Lifað með náttúruöflunum
 
-Sýning áhugaljósmyndara frá Eyjum, Heiðar Egils, Sísí Högna, Óskar Pétur, Diddi Sig, Addi í London, Ástþór Jóhanns. ofl. Ný ljósmyndabók um Vestmannaeyjar kynnt.
 
Vinaminni
 
Kl. 20.30 Morð og músík
 
Rithöfundar: Ævar Örn og fleiri munu lesa úr bókum sínum. Arnór, Helga og Hippabandið verða með tónlistaratriði.
 
 
 
 
 
 
 
Föstudagurinn 6. júlí
 
Ráðhús Vestmannaeyja
 
Kl. 09.00 Fánar goslokahátíðarinnar dregnir að húni.
 
Golfklúbbur Vestmannaeyja
 
Kl. 10.00 Volcano Open
 
-Keppendur mæta í skála klukkustund fyrir ræsingu
 
Svölukot
 
Kl. 14.00 Handverkssýning og markaður
 
Margrét Guðnadóttir og Guðný Hafsteinsdóttir frá Kirsuberjatrénu, Kristján Egilsson ofl.
 
Safnahús
 
Kl. 16.00 Opnun á myndlistarsýningu Jóns Óskars
 
Café Varmó
 
Kl. 17.00 Opnun á sýningu áhugaljósmyndarans Ómars Eðvaldssonar.
 
Kl. 23.00 Gleðisveitin, Guðmundur Davíðsson, Anton og Tommi syngja fyrir gesti.
 
Eldheimar
 
Kl. 17.30 Ganga upp að gíg
 
-Gönguferð upp að gíg undir leiðsögn Svavars Steingrímssonar
 
Höllin
 
Kl. 19.30 Borðhald
 
-úrval úr matarkistu Eyjanna. Hlaðborð Einsa kalda
 
Kl. 21.00 Tónleikar
 
-Formleg setning goslokahátíðar Vestmannaeyja, goslokalagið 2012 leikið, Dauðarefsing með endurkomu, útgáfutónleikar Dans á rósum með meiru.
 
Kaffi Kró
 
Kl. 20.00-22.00 Unglingarokk
 
-Unglingabönd Eyjanna rokka
 
Kl. 23.30 Hlöðuball með Obbosí
 
Volcano Café
 
Kl. 00.00 Dj Atli kætir mannskapinn
 
 
 
 
 
Laugardagurinn 7.júlí
 
Golfklúbbur Vestmannaeyja
 
Kl. 10.00 Volcano Open
 
-Keppendur mæta í skála klukkustund fyrir ræsingu
 
Nýja hraunið
 
Kl. 11.00 Skipalyftu torfærukeppnin
 
Svölukot
 
Kl. 11.00 Sögustund Urðakatta
 
Landagata í umsjá Gunnhildar Hrólfsdóttur og Kristins Sigurðssonar frá Löndum
 
Friðarhafnarskýlið
 
Kl. 12.00 Ganga á Heimaklett
 
-Gönguferð upp á Heimaklett undir leiðsögn Friðbjörns Valtýssonar
 
Vinaminni
 
Kl. 13.30 Sögustund Urðakatta
 
Urðavegur í umsjá Birnu Ólafsdóttur frá Hjálmholti og Einars Gylfa Jónssonar frá Húsavík
 
Kaffi Kró
 
Kl. 15.00 Sögustund Urðakatta
 
Bakkastígur í umsjá Atla og Kjartans Ásmundssona frá Gjábakka
 
Byggðasafn
 
Kl. 16.00 Fjölbreytt dagskrá í tilefni 80 ára afmælis Sagnheima, byggðasafns.
 
Skansinn
 
Kl. 19.30 Urðakattagrill
 
Þeir sem bjuggu við Bakkastíg, Urðaveg og Landagötu (og í húsum tengdum þessum götum) grilla, syngja og spjalla. Hver tekur með sér matar- og drykkjarföng.
 
Bárustígur
 
Kl. 14.00 Sparisjóðsdagurinn
 
-Hefðbundin fjölskylduhátíð. Grillaðar pylsur, tónlist, hoppukastalar og glens og gaman.
 
Kl. 14.00 Markaður kaupmanna í miðbænum
 
Skvísusund
 
Kl. 21-23 Barna –og unglingaskemmtun
 
-Leikfélagið, tónlist, glens og grín
 
Kl. 23.30-05.00 Hefðbundið Skvísusundsfjör
 
Café Varmó
 
Kl. 17.00 Opnun á sýningu áhugaljósmyndarans Ómars Eðvaldssonar.
 
Kl. 23.00 Gleðisveitin, Guðmundur Davíðsson, Anton og Tommi syngja fyrir gesti.
 
Volcano Café
 
Kl. 00.00 Dj Atli kætir mannskapinn
 
 
 
 
 
Sunnudagurinn 8.júlí
 
Landakirkja
 
Kl. 11.00 Göngumessa frá Landakirkju
 
-Gengið að krossinum og endað í Stafkirkjunni.
 
Dæluhúsið á Skansinum
 
Kl. 12.30 Stefán Jónasson og fleiri segja sögu vatnsveitunnar.
 
Stafkirkja
 
Kl. 16.00 Sígildar dægurlagaperlur
 
-Gísli Stefánsson og Helga Þórarinsdóttir spila á gítar og víólu.
 
 
 
 
 
Skreytum í kringum okkur!
 
Vesturbær til og með Illugagötu skreyti með appelsínugulu og svörtu.
 
Frá Illugagötu að Kirkjuvegi og miðbærinn verði með gulu og svörtu
 
og austurbær austan Kirkjuvegar með rautt og svart. Eru íbúar allir hvattir til að skreyta í kringum sig, verður viðurkenning veitt fyrir mest og best skreytta bæjarhlutann.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%