Segir veiðigjaldið hærra en haldið hefur verið fram

20.Júní'12 | 14:46

Ísfélag Vestmannaeyja Ísfélagið

Fjármálastjóri Ísfélagsins í Vestmannaeyjum segir útgerðir þurfa að greiða 8-10 milljörðum meira í ári en haldið hefur verið fram.
Örvar Guðni Arnarson, fjármálastjóri Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að stjórnvöld haldi fram röngum tölum í umræðum um veiðigjöldin. Útgerðin þurfi að greiða 8 til 10 milljarða króna meira á ári en fullyrt hefur verið. 10. grein frumvarpsins um veiðigjald, sem samþykkt var í gærkvöldi á Alþingi, þar sem fjallað er um útreikning á auðlindarentu, sé í engu samræmi við útreikning sjávarútvegsráðuneytisins.
 
Sigmundur Ernir Rúnarsson, einn þriggja þingmanna Samfylkingar í atvinnuveganefnd, staðfestir við Morgunblaðið að tölur um áætluð veiðigjöld í nýju áliti nefndarinnar byggist á nýju lögunum. Samkvæmt álitinu fara veiðigjöld stigvaxandi og hækka úr 15,2 milljörðum fiskveiðiárið 2013/2014 í rúma 20 milljarða tímabilið 2016/2017.
 
Samkvæmt áætlun Örvars sem byggir á nýsamþykktu frumvarpi verða gjöldin allt að 25 milljarðar fiskveiðiárið 2013/2014 og allt að 30 milljarðar fiskveiðiárið 2016/2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is