Einbýlishús í Eyjum getur hækkað um fjórar milljónir

15.Júní'12 | 07:53
Viðskiptablaðið sýnir áhrif nýs fasteignamats á fasteignir á ólíkum stöðum á landinu. Raðhús í Reykjavík hækkar um 3 milljónir.
 
Fasteignaverð getur jafnvel hækkað um 24,4% í krónum talið samkvæmt fasteignamati 2013 sem kynnt var í dag. Slík er hækkunin til dæmis á raðhúsi af ákveðinni stærð í Vestmannaeyjum.
Eins og greint var frá í morgun hækkar mat fasteigna í landinu um 7,4% frá síðasta ári og er heildarmat fasteigna á Íslandi nú 4.715 milljarðar króna samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2013. Fasteignamat hækkaði að þessu sinni mest í Vestmannaeyjum, eða um 19%.
 
Viðskiptablaðið óskaði eftir reiknuðum dæmum frá Þjóðskrá sem sýna áhrif nýs fasteignamats á ákveðnar gerðir fasteigna. Taflan hér að neðan sýnir fyrst mat eignar árið 2012, næst matið 2013 og því næst hækkun í prósentum og krónum. Dæmi eru tekin af sambærilegum eignum á Akureyri, höfuðborgarsvæðinu, í Vestmannaeyjum og á landinu öllu. Allar upphæðir eru í þúsundum króna.
 
Nánar hér

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is