Opið bréf til Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegsráðherra:

Ætlar þú að svara kalli?

Eftir Sigurjón Aðalsteinsson

15.Júní'12 | 07:23

Þorskur fiskur

Ég undirritaður er „venjulegur“ landsbyggðarmaður úr Vestmannaeyjum sem hef mjög miklar áhyggjur af því hvernig þið í ríkisstjórninni komið ykkur hjá því að svara okkur um hvernig lífskjör okkar verða, þ.e. náið þið að leggja á okkur þann drápsklyfjalandsbyggðarskatt, sem felst í aflagjaldinu. Ég hef sl. eitt og hálft ár varpað fram spurningum til félaga þinna í ríkisstjórn, þ.e. sambærilegum spurningum og verða lagðar fyrir þig hér á eftir, sem ég vona að þú heykist ekki á að svara.
Stjórnarmeðlimir hafa komið mjög illa fram við okkur landsbyggðarfólk hvað varðar svör og upplýsingar um framtíðarhorfur. Ef við byrjum á Róbert Marshall, þá tókst honum að gera lítið úr sjálfstæðum skoðunum sjómanna með því að segja þá sem voru á móti frumvörpum ykkar vera svo hagsmunatengda að ekki væri mark takandi á þeim. Þegar Jóhönnu Sigurðardóttur var sent opið bréf sagði aðstoðarmaður hennar að bréfinu yrði svarað, en það var hins vegar aldrei gert. Ólína Þorvarðardóttir toppar saman ósvífnina, en opnu bréfi svaraði hún aldrei, þegar hún tjáði formanni sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum að hún nennti ekki að elta ólar við mig þar sem hún væri búin að svara öllum mínum spurningum. Það er eitthvað sem enginn kannast við að hafa séð.
 
Nýverið boðuðu Sjómanna- og verkalýðsfélagið og fleiri til fundar í Vestmannaeyjum og á hann mættu u.þ.b. 400 sjómenn ásamt landverkafólki úr öllum stéttum. Á þennan fund mættu sem sagt u.þ.b. 10% Eyjamanna, sem samhljóma ályktuðu gegn frumvörpum ykkar. Einnig var skorað á ykkur ráðherra, sérstaklega þig og formann atvinnuveganefnda, að heimsækja Eyjar og upplýsa okkur um þá dýrðartíma sem við eigum eftir að upplifa, verði frumvörp ykkar að lögum. Ætlar þú að verða við þessari áskorun, eða ætlar þú að halda áfram árásum þínum á landsbyggðina úr launsátri?
 
Nánar í Morgunblaðinu í dag

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.