Hótel skaði ferðamennsku og fugla

14.Júní'12 | 07:56

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Undirskriftum er safnað í Vestmannaeyjum gegn áformum um að reisa hótel í fjallshlíð við Hásteinsvöll. Ferðamálafræðingur óttast að byggingin muni hafa skaðleg áhrif á ferðamennsku og fuglalíf.

 
Fyrirtækið Sextíu plús ehf. vill reisa 120 herbergja hótel á sex hæðum í gamalli malargryfju sem er í fjallinu Hánni í Vestmannaeyjum. Eftir samþykkt bæjarstjórnar Vestmannaeyja var tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins auglýst. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum til bæjarins rennur út á hádegi föstudaginn 15. júní.
 
Telma Magnúsdóttir, ferðamálafræðingur, gerir athugasemdir við mat sem gert hefur verið á sjónrænum áhrifum breytinga vegna tilkomu hótelsins. Þar kemur meðal annars fram að Vestmannaeyjabær telji að nálægð heilsuhótels við golfvöll og íþróttasvæði sé mjög jákvæð og vegi á móti sjónrænum áhrifum skipulagsbreytinganna.
 
Telma óttast að ljósmengun frá hótelinu hafi áhrif á varp fugla og búsetu þeirra í fjallinu. Auk þess telur hún að hótelið, sem staðsett er á klettasvæði sem notið hefur hverfisverndar, geti skaðað ímynd Vestmannaeyja sem náttúruperlu. Mikilvægt sé að standa undir væntingum ferðamanna um stórbrotna og ósnortna náttúru.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is