Hótel skaði ferðamennsku og fugla

14.Júní'12 | 07:56

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Undirskriftum er safnað í Vestmannaeyjum gegn áformum um að reisa hótel í fjallshlíð við Hásteinsvöll. Ferðamálafræðingur óttast að byggingin muni hafa skaðleg áhrif á ferðamennsku og fuglalíf.

 
Fyrirtækið Sextíu plús ehf. vill reisa 120 herbergja hótel á sex hæðum í gamalli malargryfju sem er í fjallinu Hánni í Vestmannaeyjum. Eftir samþykkt bæjarstjórnar Vestmannaeyja var tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins auglýst. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum til bæjarins rennur út á hádegi föstudaginn 15. júní.
 
Telma Magnúsdóttir, ferðamálafræðingur, gerir athugasemdir við mat sem gert hefur verið á sjónrænum áhrifum breytinga vegna tilkomu hótelsins. Þar kemur meðal annars fram að Vestmannaeyjabær telji að nálægð heilsuhótels við golfvöll og íþróttasvæði sé mjög jákvæð og vegi á móti sjónrænum áhrifum skipulagsbreytinganna.
 
Telma óttast að ljósmengun frá hótelinu hafi áhrif á varp fugla og búsetu þeirra í fjallinu. Auk þess telur hún að hótelið, sem staðsett er á klettasvæði sem notið hefur hverfisverndar, geti skaðað ímynd Vestmannaeyja sem náttúruperlu. Mikilvægt sé að standa undir væntingum ferðamanna um stórbrotna og ósnortna náttúru.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.