Dagbók lögreglunnar

Fimm kærur vegna brota á umferðarlögum

Helstu verkefni frá 4. til 11. júní 2012

11.Júní'12 | 18:03

Lögreglan,

 Vikan var með rólegra móti og ekkert um alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór vel fram og engin teljandi vandræði í kringum skemmtistaði bæjarins. Að vanda var eitthvað um kvartanir vegna hávaða í heimahúsum sem tókst að leysa farsællega.
 Ein eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið en um er að ræða rúðubrot að Áshamri 15. Er talið að rúðan hafi verið brotin aðfaranótt 4. júní sl. og að öllum líkindum hefur golfkúlu verið kastað eða skotið í rúðuna. Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem upplýsingar hafa um hugsanlega geranda eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

 

Alls liggja fimm kærur vegna brota á umferðarlögum og er í öllum tilvikum um að ræða kærur vegna vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstri. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.