Tuttugu ár frá komu Herjólfs

8.Júní'12 | 10:52
Tuttugu ár verða liðin á morgun frá því að Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hóf að sigla á milli lands og Eyja.
Guðlaugur Ólafsson, skipstjóri Herjólfs, segir að engin formleg hátíðarhöld verði í tilefni dagsins en þó verði boðið upp á ís og blöðrur fyrir börnin um borð.
 
Guðlaugur er sjálfur Eyjamaður og man vel eftir því þegar skipið kom þangað fyrst fyrir tuttugu árum. Þá var hann sautján ára gamall.
 
„Ég var að spila þarna með lúðrasveitinni á bryggjunni. Þá hugsaði maður með sér: „Vá, hvað þetta er stórt! Hvað ætla menn sér eiginlega að gera við þetta allt saman?““ segir Guðlaugur
 
Eftirfarandi upplýsingar um Herjólf er á heimaslóð.is
Herjólfur III
 
Í júnímánuði árið 1992 kom síðan önnur nýsmíði félagsins til landsins. Það skip hlaut líka nafnið Herjólfur.
 
Nýja skipið er smíðað í Flekkefjord í Noregi og er 2222 brúttólestir að stærð með 2 aðalvélar af Alphaman gerð og eru þær samtals um 7300 ha. Skipið er 71 m. langt og 16 m breitt og getur flutt allt að 500 farþega í ferð og um 65 fólksbíla.
 
Þetta skip siglir venjulega á um 16,5 sjómílna ferð og tekur siglingin til Þorlákshafnar u.þ.b. 2 klst. og 45 mín.
 
Á þeim tíma sem Herjólfur h.f. átti þetta skip, þ.e. á tímabilinu 1992-2000, flutti það u.þ.b. 750 þúsund farþega og um 200 þúsund farartæki stór og smá.
 
Um áramótin 2000-2001 var félagið selt Ríkissjóði/Vegagerð og þar með var sögu hlutafélagsins Herjólfs lokið. Frá þeim tíma til 1. jan. 2006 hafa Samskip haft umsjón og rekið Herjólf, en eftir 1. jan 2006 rekur Eimskip Herjólf. Nú fer Herjólfur 14 sinnum milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar í viku, tvær ferðir alla daga.
 
Herjólfur III kom til Eyja árið 1992 og innan fárra ára mun koma tími á nýtt skip. Það sem margir Vestmannaeyingar vilja sjá eru jarðgöng í stað nýs Herjólfs en ljóst er að eftir reynslu Eyjamanna af fyrri skipum yrði hægt að nýta reynsluna í að fá skip sem þjónar þörfum Eyjabúa enn betur.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.