Klaufar á litla pallinn

6.Júní'12 | 15:27
Hljómsveitin Klaufar mun spila fyrir dansi á Tjarnarsviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum. Klaufar er ein af vinsælustu hljómsveitum landsins í dag og er óhætt að lofa miklu stuði þegar þeir stíga á stokk.
Þeir leika mjög dansvæna sveitaballa tónlist og eru kántrískotnir á köflum.
 
Hljómsveitin Klaufarnir er einnig þessa dagana að leggja lokahönd á geisladisk sem þeir gera í samvinnu við Kristján Hreinsson, skáld. Hér er um að ræða tónlist í anda Brimklóar og alls hins besta sem boðið hefur verið uppá í íslenskri kántrítónlist síðustu ár og áratugi. Allt eru þetta lög sem aldrei hafa heyrst áður og allir textar ortir af miklum hagleik, með það markmið fyrst og fremst að skemmta landanum í eitt skipti fyrir öll. Dillandi gamansemi og 100% hressleiki eru aðalsmerkin og því er haldið fram að Klaufarnir hafi aldrei verið betri. En um þessar mundir er hljómsveitin, eins og endranær, skipuð einvalaliði: Friðrik Sturluson á bassa, Kristján Grétars á gítar, Sigurgeir Sigmunds á stílgítar, Guðmundur Annas sér um sönginn og Birgir Nielsen situr við settið.
 
Einnig munu koma að gerð disksins okkar ástsæli Magnús Kjartansson, sem leikur á hljómborð og stjórnar heilum kór hestamanna, en sá kór nefnist Brokkkórinn.

Hér má segja að komið sé á legg samstarf sem allir Íslendingar hafa verið að bíða eftir: Skerjafjarðarskáldið, Klaufarnir, Maggi Kjartans og Brokkkórinn.
Þessi geisladiskur verður svo sannarlega búbót fyrir íslenska alþýðu. Enda er það opinbert margmið Klaufanna að kæta landsmenn – alla sem einn og í eitt skipti fyrir öll. Núna verður svo sannarlega slett úr Klaufunum!
 

Spennandi verður að heyra þessa nýju plötu frá þeim félögum og má búast við miklu meistarastykki. Hér má heyra lagið Ást og áfengi með köppunum.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).