Eyjamenn sigla á samstöðufund

6.Júní'12 | 15:15
Áhafnir fjölmargra skipa úr Vestmannaeyjum munu sigla skipum útgerða úr Eyjum til Reykjavíkur og taka þátt í samstöðufundi sem haldinn verður á Austurvelli á morgun.
 
Suðurey, skip Ísfélags Vestmannaeyja mun sigla til Reykjavíkur, en fyrir á útgerðarfélagið þrjú skip í Reykjavík að sögn útgerðarstjóra.
 
„Allavega þrjú af skipunum okkar fara. En það var alveg tekið skýrt fram þegar var byrjað að tala um þetta að þeir færu sem vildu fara og tækju þátt í þessari aðgerð sem vildu taka þátt. Öðrum yrði komið til Reykjavíkur með hefðbundnum leiðum og færu út á sjó eins og venjan er,“ sagði Jón Þór Klemensson, sviðsstjóri bolfisksviðs Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Áætlað er að skip Vinnslustöðvarinnar haldi til veiða strax að loknum fundi á morgun.
 
Vestmannaey VE-444 og Bergey VE544, skuttogarar Bergs-Hugins ehf. í Vestmannaeyjum sigla báðir til Reykjavíkur og halda þaðan á Vestfjarðamið eftir samstöðufundinn.
 
Einnig munu Bergur VE-44 og Huginn VE-55 sigla til Reykjavíkur þar sem sjómenn munu taka þátt í samstöðufundinum á Austurvelli.
 
Framkvæmdastjóri Stíganda ehf. sem gerir togbátinn Stíganda VE-77 út frá Vestmannaeyjum sagðist eiga von á því að áhöfnin myndi sigla til Reykjavíkur og að líkast til yrði haldið til veiða frá Reykjavík, en það væri undir skiptastjóranum komið.
 
Það eru útvegsmenn og starfsfólk í sjávarútvegi sem stendur fyrir fundinum. Líklegt má telja að með fundinum ljúki aðgerðum útvegsmanna, sem hafa staðið yfir síðan á mánudag.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).