„Bara eðlileg viðbrögð“

segir Ári Johnsen um aðgerðir útgerðarmanna

6.Júní'12 | 14:40

höfn vestmannaeyjahöfn vestmannaeyjar vestmannaeyjabær

„Hræðsluáróður LÍÚ er byggður á rangfærslum og yfirgangi forréttindastéttar,“ sagði Skúli Helgason þingmaður Samfylkingar í ræðu á Alþingi í morgun. Hann sagði útgerðarmenn hafa notið stuðning pólitískra af á þinginu. „Við að snuða almenning í landinu um réttmætan hlut sinn af auðlindaarðinum,“ sagði Skúli.
Sjávarútvegur og aðgerðir LÍÚ voru til umræður í upphafi þingsins. Árni Johnsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði ekki nýtt að einstaka stjórnarþingmenn væru með ónot og fúlar hrotur í garð sjávarútvegs. „Það skiptir miklu að smíða agnúana af þessu kerfi. Með því að auka veiðiskyldu og greiða auðlindagjald í meiru mæli af því að það gengur vel,“ sagði Árni en gagnrýndi aðferðina. „Þetta verður að vera í hófi og ekki eins og lagt er upp með að slátra mjólkurkúnni. Slátra henni ekki einu sinni blóðmjólka henni heldur slátra henni.“
 
Eru sjómenn og landverkafólk forréttindastétt?
Árni lýsti yfir stuðning við baráttuaðferðir útgerðarmanna. „Það sem útvegsmenn eru að gera núna eru bara eðlileg viðbrögð til þess að vekja athygli á grafalvarlegri stöðu.“ Unnur Brá Konráðsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi orð Skúla Helgasonar. „Vegna orða háttvirts þingmanns Skúla Helgasonar er rétt að varpa þeirri spurningu fram hvort hann telji sjómenn, landverkafólk og skjólstæðinga ASÍ vera forréttindastétt?“ spurði hún þingfund. „Þetta eru allt aðilar sem hafa mótmælt áformum ríkisstjórnarinnar og menn koma hér upp í pontu og tala eins og þeir séu að leiða hér að einhverri sátt. Þeir ættu að líta í eigin barm þegar þeir orða sín eigin orð,“ sagði Unnur Brá og beindi orðum sínum til Skúla Helgasonar sem bæði í dag og í gær gagnrýndi LÍÚ harkalega í þinginu.
 
Ef til vill ekki rétt spurning
„Þegar Unnur Brá Konráðsdóttir spyr; ætla menn að halda því fram að sjómenn og landvinnslufólk sé forréttindastétt, þá er það röng spurning,“ sagði Ólína Þorvarðardóttir þingkona Samfylkingarinnar. Hún sagði ljóst að útgerðin stæði að baki núverandi aðgerðum gegn frumvarpinu en ekki sjómenn og landvinnslufólk. Ólína spurði í hvaða stöðu launafólk sé gagnvart atvinnuveitendum.„ Það eru ekki sjómenn og landverkafólk sem eru að stefna flotanum í land. Það er ekki landverkafólkið sem stendur í .þessum aðgerðum núna. Það er útgerðin, vinnuveitandi þessa fólks.“ Ólína sagði útgerðina misbeita valdi sínu sem atvinnurekenda. „Þess vegna er verið að beita hér grímulausu atvinnurekenda- og vinnuveitendavaldi og beita þessu fólki fyrir sig sem mannlegum skildi.“Hún sagði aðgerðir útgerðarmanna ekki vera til þess að auka vilja hennar til að gefa eftir. „Ég er farin að hallast að því að frekar en að við gefum einhverja afslætti af því máli að við ættum frekar að bíða með það og fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál. Að þjóðin verði spurð grundvallaspurninga í þessu máli og svo verði farið með það veganesti til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu fyrir næstu áramót.“
 
Tuttugu ára sniðganga
Skúli kallaði það einhverja mestu lagasniðgöngu síðustu ára að fyrsta grein laga um fiskveiðistjórnun hafi ekki verið virt svo þjóðin njóti eignar sinnar, samkvæmt lögunum. „Í rúm 20 ár hefur verið fest í lögum að þjóðin eigi fiskinn í sjónum en helmingaskipta flokkarnir hér á Alþingi Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist upp með það að hafa ákvæðið að engu og stinga auðlindarðinum beint í vasa útgerðarinnar.“ Hann benti á að samkvæmt áætlaðri framlegð greinarinnar fyrir næsta ár ættu útgerðirnar að sitja eftir með sextíu og þrjá milljarða eftir að veiðigjöldin eru greidd. "Þetta er nú öll aðförin. Þetta er öll slátrunin. Það má bjóða mér þessa aðför í morgunmat á hverjum einasta degi," sagði Skúli.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).