Vill að stjórnvöld innkalli kvótann

5.Júní'12 | 11:23

Róbert Marshall

Séu útvegsmenn ekki að nýta þær aflaheimildir sem þeim hefur verið úthlutað af ríkinu um þessar mundir þá ætti ríkisstjórnin þegar að hefjast handa við að innkalla þær heimildir og úthluta til annarra. Samhliða því ætti að skoða hvort ekki ætti að efla mjög strandveiðar við landið.
Þetta sagði Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag og vísaði þar til ákvörðunar útgerðarmanna um að halda skipum sínum í höfn í mótmælaskyni við fyrirætlanir stjórnvalda um breytta stjórn fiskveiða.
 
Samflokksmaður Róberts, Ólína Þorvarðardóttir, fór hörðum orðum um aðgerðir útgerðarmanna og sakaði þá um að að berjast gegn ríkisstjórninni og fyrir að níðast á landverkafólki og sjómönnum og ala á ótta í þeirra röðum um hagsmuni sína.
 
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafnaði málflutningi þingmanna Samfylkingarinnar og benti meðal annars á að bæði landverkafólk og sjómenn styddu aðgerðir útgerðarmanna.
 
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokskins, minnti meðal annars á að Evrópusambandið, sem Samfylkingin vildi ganga inn í, horfði til fiskveiðistjórnunarkerfis Íslands sem fyrirmyndar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.