Dagbók lögreglunnar

Nokkuð magn fíkniefna fannst við húsleit á laugardaginn

Helstu verkefni frá 28. maí til 3. júní 2012

4.Júní'12 | 16:03

Lögreglan,

Það var töluverður erill hjá lögreglu í vikunni sem leið og þá sérstaklega um helgina, enda töluvert um að vera í bænum í tilefni Sjómannadagsins. Skemmtanahald helgarinnar fór þokkalega fram en eitthvað var um pústra og kvartanir vegna hávaða, bæði frá einkasamkvæmum á heimilum sem og frá skemmtistöðum.
Þrjú fíkniefnamál komu upp í vikunni en síðdegis á laugardaginn fór lögreglan í húsleit í húsi hér í bæ og fundust þar nokkuð magn fíkniefna. Alls fundust á milli 50 og 60 gr. af maríjúana, 7-10 gr. af amfetamíni og 30 til 40 kannabisfræ. Þrír aðilar viðurkenndu að vera eigendur að þessum efnum og játaði einn þeirra að hafa ætlað hluta efnanna til sölu. Málið telst að mestu upplýst.
 
Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar og átti árásin sér stað í Höllinni aðfaranótt 3. júní sl. Þarna hafði maður verið sleginn eitt högg í andlitið þannig að það blæddi úr efri vör og þurfti hann að leita til læknis vegna þeirra áverka sem hann fékk.
 
Síðdegis þann 29. maí sl. var lögreglu tilkynnt um skemmdir á bifreið sem stóð við Hásteinsvöll en þarna hafði stuðningsmaður annars liðsins sem var að keppa í knattspyrnuleik á vellinum verið ósáttur við gang leiksins og látið reiði sína bitna á bifreiðinni. Vitað er hver þarna var að verki og ætlar hann að bæta tjónið og telst málið því að fullu upplýst.
 
Síðdegis þann 3. júní sl. var lögreglu tilkynnt um að barn á reiðhjóli hafi orðið fyrir bifreið á gatnamótum Brimhólabrautar og Hraunslóðar. Barnið, sem er á tíunda ári slasaðist lítilsháttar og slapp með skrámur.
 
Þrjár kærur liggja fyrir eftir vikuna en í tveimur tilvikum var um vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstri og í einu tilviki var ökumaður sektaður fyrir akstur á negldum hjólbörðum.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is