ÍBV opinberaði einkamál Tryggva en ekki við

Skilaboð frá Silfurskeiðinni

31.Maí'12 | 10:58

fótbolti

Silfurskeiðin, stuðningsmannahópur Stjörnunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna kvörtunar stjórnar ÍBV yfir hegðun á leik liðanna í Vestmannaeyjum á þriðjudag. Þar biður hópurinn afsökunar á framkomu sinni.
 
Hér að neðan má sjá yfirlýsinguna:
Skilaboð frá Silfurskeiðinni
 
Í ljósi kvörtunar stjórnar ÍBV vegna framkomu Silfurskeiðarinnar á leik ÍBV og Stjörnunnar síðastliðinn þriðjudag vill Silfurskeiðin biðja alla leikmenn og stuðningsmenn Stjörnunnar afsökunnar á framkomu sinni á leiknum. Silfurskeiðin hefði mátt vita að góðlátlegir gamansöngvar í garð Tryggva Guðmundssonar myndu gera lítið annað en að hvetja þennan stórkostlega knattspyrnumann, sem spilaði eins og kóngur og sá til þess öðrum fremur að ÍBV vann sinn fyrsta sigur í deildinni.
 
Silfurskeiðin furðar sig hins vegar á viðbrögðum forráðamanna ÍBV við þessum söngvum. Það skal áréttað að það voru forráðamenn ÍBV sem opinberuðu einkamál Tryggva Guðmundssonar en ekki Silfurskeiðin.
 
Leiðinda atburður átti sér svo stað eftir leikinn þar sem pirringur og svekkelsi setti svip sinn á hegðun manna en brugðist hefur verið við því og vinnur Silfurskeiðin að því að leysa það mál með viðkomandi aðilum.
 
Við viljum árétta að sögusagnir af handalögmálum og að stuðningsmönnum hafi verið vísað af vellinum eiga ekki við nein rök að styðjast.
 
Silfurskeiðin ber mikla virðingu fyrir eyjamönnum og leikmönnum ÍBV. Við bjóðum eyjamenn velkomna til okkar 26. ágúst næstkomandi og munum sína þeim gestrisni að hætti Garðbæinga og þá sérstaklega Tryggva Guðmundsyni.
Við munum ekki gera þau mistök aftur að kveikja í honum.
 
Með vinsemd, virðingu og von um góða hegðun allra stuðnings- og stjórnarmanna.Silfurskeiðin
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.