Skortur á svæfingarlæknum

30.Maí'12 | 08:19
Svæfingalækni vantar til starfa á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Frá áramótum hefur gengið illa að manna stöðuna og hefur það komið niður á þjónustu við verðandi mæður í Eyjum. Undanfarin sumur hefur skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja verið lokað í sex vikur.
Og það þýðir að ekki er hægt að framkvæma keisaraskurð á meðan. En það sem gerir ástandið svolítið sérstakt að þessu sinni er það að frá áramótum hefur gengið illa að fá svæfingarlækni til starfa á sjúkrahúsinu.
 
Fréttastofa RÚV greindi frá því nýverið að sjúkraflug væri að aukast í kjölfar minni heilbrigðisþjónustu víða á landsbyggðinni. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja þekkir þetta af eigin raun eftir að svæfingalæknir hætti þar störfum. Hann segir að það sé erfitt að fá íslenska lækna í afleysingar því þeir sæki í auknum mæli til annarra norrænna ríkja/landa. „Eftir fall krónunnar þá hafa þeir orðið miklu betra upp úr því að fara þangað í vikutíma heldur en að koma hingað til mín, jafnvel þó þeir séu á tuttugu og fjögurra tíma vöktum hér,“ segir Gunnar K. Gunnarsson, forstjóri Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
 
Gunnar segir verðandi mæður fá minni fæðingarþjónustu vegna þessa. Þeim sé í sjálfsvald sett hvort þær eigi börn sín í Vestmannaeyjum eða Reykjavík. Konum sem eru að eiga fyrsta barn er ráðlagt að fæða í höfuðborginni. „Ef að kæmi til þess að ég þyrfti að fara í keisaraskurð þá þarf ég að fara til Reykjavíkur með sjúkraflugi eða bíða í Reykjavík í tvær vikur, tveimur vikum áður en ég á, og þá þarf ég kannski að bíða í fjórar vikur í Reykjavík,“ segir Ásta Jóna Jónsdóttir.
 
„Ég hef nú reyndar trú á því að þetta sé ástand sem eigi eftir að verða nokkuð viðvarandi því að fá sérfræðilækna til að vinna úti á landi í litlum stofnunum er alltaf að verða erfiðara og erfiðara með hverju árinu sem líður,“ segir Gunnar. „Mér finnst þetta ekki eitthvað sem maður á að þurfa að taka áhættu með. Mér finnst að allar konur ættu rétt á að hafa sömu heilbrigðisþjónustu, hvort sem þær búa í Vestmannaeyjum eða uppi á landi,“ bætir Ásta við.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is