Tryggvi sló markamet Inga Björns

29.Maí'12 | 19:52
Tryggvi Guðmundsson, knattspyrnumaður úr ÍBV, sló rétt í þessu markametið í efstu deild karla þegar hann skoraði þriðja mark Eyjamanna gegn Stjörnunni, 3:1, í leik liðanna sem nú stendur yfir á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Tryggvi kom inní lið ÍBV í kvöld, í fyrsta skipti á tímabilinu, en hann missti af fyrstu fimm leikjunum eftir að hafa fengið blóðtappa fyrr á þessu ári. Hann skoraði markið á 76. mínútu, beint úr aukaspyrnu, en þetta var þriðja mark ÍBV á aðeins fimm mínútum eftir að liðið lenti undir, 0:1, um miðjan síðari hálfleik.
 
Þetta er 127. mark Tryggva í deildinni en Ingi Björn Albertsson átti fyrra metið og skoraði sitt 126. mark árið 1987.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is