Ein ferð felld niður vegna afmælis

24.Maí'12 | 11:03

Herjólfur

Vegna 20 ára afmælis Herjólfs á næstunni verður ein ferð skipsins felld niður. Gunnlaugur Grettisson, rekstarstjóri Herjólfs, segir að afmæli ferjunnar verði fagnað með hátíðahöldum á bryggjunni í Vestmannaeyjum laugardaginn 9. júní.
Vegna afmælisveislunnar þurfi að fella niður ferðina sem farin er frá Eyjum klukkan 14:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 16. Farþegum er bent á að bóka í fjórar aðrar ferðir skipsins þennan dag. Gunnlaugur segir að fullt samráð hafi verið haft við Vegagerðina varðandi niðurfellingu ferðarinnar.
 
Herjólfur er þriðja farþegaskipið með þessu nafni sem siglir milli lands og eyja. Hann er smíðaður í Noregi og kom til Vestmannaeyja 8. júní 1992. Gert er ráð fyrir að nýr Herjólfur hefji siglingar í síðasta lagi árið 2015.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.