Rekstur Náttúrustofu Suðurlands stendur ekki undir sér

22.Maí'12 | 08:24

Lundir lundar

Ljóst er að rekstrarframlag ríkisins og mótframlag Vestmannaeyjabæjar vegna reksturs Náttúrustofu Suðurlands vegna ársins 2012 mun ekki duga fyrir rekstrarkostnaði stofunnar.
Bæjarráð lýsir yfir þungum áhyggjum af rekstri Náttúrustofu Suðurlands. Þrátt fyrir ríkan vilja stjórnar til að mæta rekstrarvanda með niðurskurði á kostnaði er ljóst að tekjur duga ekki fyrir grunnrekstri stofnunarinnar og stefnir nú í að hallinn á rekstri hennar verði 6.766.173 kr. Jafnvel þótt Vestmannaeyjabær auki framlag sitt til samræmis við viðbótarframlag ríkisins um 1.920.000 stefnir í að stofan skili halla upp á 4.846.173 kr. Slíkt er ekki viðunandi og kallar á aðgerðir. Í samræmi við lög um náttúrustofur fer Náttúrustofa Suðurlands með ríkt hlutverk í grunnrannsóknum. Vestmannaeyjabæ kann að verða nauðugur sá kostur að loka náttúrustofunni ef ekki kemur til aukið rekstrarfé. Slíkt væri stórt skref aftur á bak í náttúruvernd og rannsóknum á starfssvæði stofnunarinnar.
 
Bæjarráð samþykkir að mynda þriggja manna stýrihóp sem skila skal tillögum að framtíðarfyrirkomulagi Náttúrustofu Suðurlands á næsta fundi bæjarráðs. Gert er ráð fyrir að fulltrúi stýrihópsins kalli eftir viðhorfi þeirra aðila sem fara með forræði stofunnar og bera ábyrgð á fjárframlögum til hennar.

Hópinn skipa Páll Marvin Jónsson, Martin Eyjólfsson og Trausti Hjaltason.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.