„Af hverju er ekki Ísland – og Vestmannaeyjar – og Morgunblaðið – við strendur Afríku?“

skrifar Mörður Árnason þingmaður Samfylkingarinnar

18.Maí'12 | 08:03

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar veltir því fyrir sér hvort forsíða miðvikudagsblaðs DV geti jafnvel vísað veginn, til Afríku, fyrir íslenska útgerðamenn, svo sem Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson og Guðbjargar Matthíasdóttur. Hann vísar einnig til fréttar Morgunblaðsins í gær þar sem á forsíðu var fagnað komu fiskiskipsins sem ber heitið Heimaey VE-1. Eigandi skipsins er systurfyrirtæki Morgunblaðsins, Ísfélag Vestmannaeyja, skrifar Mörður á bloggsíðu sína.
„Af því tilefni eru eigendurnir sjálfir á forsíðunni. Það er nefnilega vá fyrir dyrum, segir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Ísfélagsins – já einmitt sami Gunnlaugur Sævar sem á fyrri dögum var framkvæmdastjóri Faxamjöls og stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar og eigandi eignarhaldsfélagsins Hnotskurnar og formaður útvarpsráðs og vinur Davíðs og Hannesar – og Gunnlaugur Sævar segir að ef fer sem horfi þurfi líklegast að „selja þetta glæsilega skip úr landi“. Ástæðan er sú að „fólk sem nýtur einskis trausts og á að líkindum aðeins nokkra mánuði eftir á valdastóli“ ætlar að „svipta fjölda fólks lífsviðurværinu og gera milljarðafjárfestingar verðlausar“,“ skrifar Mörður.
 
Hann segir að það geti verið að forsíða DV vísi útgerðarmönnunum vegin til nýrra verkefna við hæfi og út úr þeim ógöngum sem þau lýsa í Morgunblaðinu. Þar sé hvorki að finna skatta eða eftirlit með fiskveiðum. „Framan á DV segir svo af öðrum útgerðarmönnum, og kannski vísar sú frétt veginn fyrir Gunnlaug og Guðbjörgu út úr þessum ósköpum og til nýrra verkefna við hæfi:„Moldríkir Samherjafrændur: Milljarðar í vasann“ – fyrir veiðar við strendur Afríku. Á þeim slóðum er nefnilega ekki við stjórnvölinn „fólk sem nýtur einskis trausts“ og ætlar að „svipta fjölda fólks lífsviðurværinu og gera milljarðafjárfestingar verðlausar“.
 
Við strendur Afríku er ekkert veiðigjald og engir skattar og ekkert eftirlit með fiskveiðum og enginn almenningur sem þykist eiga auðlindina og vill fá borgað fyrir afnot af henni.
 
Já. Þetta er auðvitað málið fyrir hrausta menn og sjálfstætt fólk. Af hverju er ekki Ísland – og Vestmannaeyjar – og Morgunblaðið – við strendur Afríku?“, segir Mörður
 
Umfjöllun DV um fiskveiðar í Afríku má lesa hér til hliðar undir liðnum Tengd fréttamál
 
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.