Erlingur ráðinn þjálfari hjá ÍBV

17.Maí'12 | 16:23
Erlingur Richardsson skrifaði í gærkvöld undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Erlingur hefur verið ráðinn yfirþjálfari ÍBV og verður með Arnari Péturssyni sem þjálfari karlaliðs félagsins.
Erlingur mun jafnframt sinna hlutverki forstöðumanns íþróttaakademíu ÍBV en hún er í samstarfi við grunn- og framhaldsskóla Vestmannaeyja og þá mun hann hafa yfirumsjón með þjálfun yngri flokka ÍBV.
 
Erlingur hefur þjálfað hjá HK í Kópavogi síðustu 5 ár, fyrst sem þjálfari kvennaliðsins og síðustu tvö árin sem þjálfari karlaliðsins ásamt Kristni Guðmundssyni og undir þeirra stjórn varð HK Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins á dögunum þegar HK hafði betur í úrslitaeinvígi gegn FH.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.