Hel-víti fyrir Eyjamenn

16.Maí'12 | 08:25

fótbolti

KR vann í kvöld dramatískan 3-2 sigur gegn ÍBV þegar liðin mættust í sjónvarpsleik Pepsi deildar karla klukkan 20:00. Öll mörk KR-inga komu úr vítaspyrnum en að sama skapi klikkaði Matt Garner á vítaspyrnu á lokamínútu leiksins og tókst því ekki að jafna metin fyrir ÍBV.
 
Leikurinn byrjaði nokkuð rólega, en Tony Mawejje átti þó skot rétt framjá á 8. mínútu. Það voru KR-ingar sem skoruðu fyrsta markið úr vítaspyrnu, en hana fékk Kjartan Henry Finnbogason eftir að hafa verið felldur á leið út úr teignum.
 
Kjartan Henry steig sjálfur á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi i vinstra hornið. Abel Dhaira í markinu valdi rétt horn en vítaspyrna Kjartans var gersamlega óverjandi.
 
KR-ingar fengu svo aftur víti á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar boltinn fór í höndina á Brynjari Gauta Guðjónssyni. Það var aðstoðardómarinn sem dæmdi þetta víti en samkvæmt sjónvarpsupptökum var boltinn vel fyrir utan teiginn og átti því einungis að dæma aukaspyrnu.
 
Aftur steig Kjartan Henry á punktinn og skoraði af ekki síðra öryggi en í fyrra vítinu. Spyrna hans var í raun alveg eins og sú fyrri en aftur var hún óverjandi.
 
Staðan var 2-0 fyrir KR-ingum í leikhlé og var útlitið ansi gott fyrir þá.
 
Seinni hálfleikurinn byrjaði þó alls ekki vel fyrir heimamenn því Aaron Spear minnkaði muninn á fyrstu mínútunum. Varnarmenn KR gerðu sig þá seka um klaufaleg mistök og missti boltann á klaufalegum stað. Christian Olsen náði boltanum og kom með frábært skot sem Hannes Þór gerði glæsilega að verja. Boltinn fór þó ekki lengra en til Spear sem skoraði af öryggi.
 
KR-ingar voru alveg úti að aka í seinni hálfleiknum og var það í raun bara verðskuldað þegar Tonny Mawejje jafnaði metin með hörkuskoti. Christian Olsen geystist upp kantinn og boltinn barst til Úganda-mannsins sem þrumaði boltanum í netið.
 
Það leið þó ekki á löngu áður en KR-ingar fengu dæmda sína þriðju vítaspyrnu og var það eftir að brotið var á Óskari Erni inni í teignum. Kjartan Henry steig að sjálfsögðu á punktinn en í þetta skiptið skaut hann í hægra hornið og sendi Abel í vitlaust horn. Staðan því orðin 3-2 KR-ingum í vil.
 
Heimamenn lögðust aðeins til baka eftir markið og ætluðu greinilega að halda forskotinu. Þau áform virtust þó ætla að verða að engu í uppbótartíma þegar Rhys Weston braut á Brynjari Gauta Guðjónssyni og vítaspyrna var dæmd.
 
Á punktinn steig Matt Garner, en viti menn, Hannes Þór Halldórsson varði og tryggði KR-ingum fyrsta sigur sinn í sumar.
 
KR er nú í 6. sæti deildarinnar með 4 stig en ÍBV er í því næst neðsta með einungis eitt stig.
 
Tekið af 433.is
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.