Frumsýning í dag á barnaleikritinu Galdrakarlinn í Oz

10.Maí'12 | 08:28
Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir, fimmtudaginn 10. maí, barnaleikritið Galdrakarlinn í Oz í leikstjórn Zindra Freys Ragnarssonar. Leikritið er einstakt að því leitinu að það eru einungis börn á aldrinum
10-12 ára sem leika en það er í fyrsta sinn sem félagið setur slíka sýningu á fót. Krakkarnir
hafa verið við æfingar og undirbúningi síðan í byrjun febrúar og gríðarlega eftirvænting er í
hópnum.
 
 
Zindri Freyr gerði leikgerðina en stykkið er styttra en gengur og gerist eða rúmur klukkutími.
Högni Hilmisson og Matthías Harðarson sjá um tónlistina og Viktor Rittmüller um hljóð og
ljós. Krakkarnir manna sjálfir stöður sviðsmanna og sjá sjálf um förðun. Zindri Freyr og Birkir
Högnason verða svo krökkunum til halds og trausts en þeir hafa haldið utan um hópinn í
sameiningu.
 
Leikritið verður eins og áður sagði 10. maí í dag og hefst sýningin klukkan 18:00. Sýningar
verða svo um helgina bæði laugardag 12. maí og sunnudag 13. maí og hefjast þær klukkan 15:00. Miðaverð á þessar sýningar er aðeins 800 krónur og hægt er að panta miða í síma 852-1940.
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.