Dagbók lögreglunnar

Þrjár kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum

Helstu verkefni frá 30. apríl til 7. maí 2012

7.Maí'12 | 15:34

Lögreglan,

Eins og undanfarnar vikur þá var rólegt hjá lögreglu og engin alvarlega mál sem upp komu. Rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina og fór skemmtanahaldið ágætlega fram.
Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um að vera undir áhrifum áfengis við aksturinn. Hafa þá 6 ökumenn verið stöðvaðir á árinu vegna gruns um ölvunarakstur en á sama tíma á síðasta ári höfðu þrír ökumenn verið stöðvaðir vegna gruns um sama brot. Er þarna um aukningu að ræða sem hlýtur að vera áhyggjuefni.
 
Þá liggja fyrir þrjár aðrar kærur vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða vanrækslu á að færa ökutæki til skoðunar og ólöglega lagningu ökutækja.
 
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið og var í öðru tilvikinu, sem átti sér stað aðfaranótt 3. maí sl., en þarna hafði bifreið verið ekið afturábak á vegg við Sjúkrahús Vestmannaeyja. Lítið sem ekkert tjón varð á veggnum en ekki er vitað hvort skemmdir urðu á bifreiðinni þar sem ökumaður hennar ók í burtu án þess að tilkynna um óhappið. Ekki er vitað hver ók bifreiðinni en grunur er um að ökumaður bifreiðarinnar hafi verið undir áhrifum áfengis við aksturinn.
 
Í hinu tilvikinu var ekið á ljósastaur við Alþýðuhúsið aðfaranótt 6. maí sl. með þeim afleiðingum að staurinn hallar töluvert. Ekki er heldur vitað hver þarna var að verki en ökumaðurinn ók í burtu án þess að tilkynna um óhappið og leikur grunur á að hann hafi verið undir áhrifum áfengis við aksturinn.
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.