Vestmannaeyjabær skilar jákvæðum rekstarafgangi fimmta árið í röð

3.Maí'12 | 09:34

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2011 hafa nú verið birtir. Heildar rekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyabæjar námu 4.022 m.kr. og rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði námu 3.548 m.kr., fjármagnsliðir nettó voru jákvæðir um tæpar 50 m.kr. Rekstrarafkoma ársins var því tæpar 525 m.kr. Rekstrartekjur jukust um 591 m.kr. á milli ára og skýrist það fyrst og fremst á mikilli hækkun á útsvarstekjum bæjarins. Hækkun útsvarstekna má rekja til hærri tekna í sjávarútvegnum.
Í Vestmannaeyjum eins og annarstaðar á landsbyggðinni þekkir fólk og finnur á eigin skinni að þegar vel fiskast græða ekki bara sjómenn og útgerðarmenn heldur allt samfélagið. Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar sýna því svo ekki verður umvillst að allt tal um að íslenska þjóðin njóti ekki arðs af sjávarauðlindinni er í besta falli moðreykur til þess fallinn að magna upp pólitíska deilu um hugsjón, ekki um sanngirni. Sjómenn, landverkafólk og aðrir sem starfa við sjávarútveginn skila miklum tekjum í sameiginlega sjóði. Fyrir það getum við sem stýrum opinberum sjóðum, hvort sem er hjá sveitarfélögum eða ríki, verið þakklát.
 
Þó svo að rekstur bæjarins sé traustur þá er hann vissulega næmur fyrir sveiflum í rekstri sjávarútvegsins, Vestmannaeyjabær er þó vel í stakk búinn að taka við eðlilegum náttúrulegumsveiflum sem geta orðið í rekstri sjávarútvegsins á milli ára. Ef hinsnvegar undirstöðunum verður kippt undan rekstri sjávarútvegsfyrirtækja af völdum stjórnmálamanna þá mun það fljótlega hafa áhrif á rekstrarhæfi bæjarins.
 
 
 
Laun og launatengd gjöld er stærsti liðurinn í rekstri bæjarins og námu þau 1.665 m.kr. á árinu 2011. Stærsti málaflokkurinn í rekstri bæjarins er fræðslu- og uppeldismál, en til þess málaflokks er varið rúmum milljarði.
 
 
 
Heildareignir samstæðu Vestmannaeyjabæjar námu 10.794 m.kr. í árslok 2011, þar af var handbært fé upp á 3.836 m.kr. Í árslok 2011 voru skuldir og skuldbindingar 6.189 m.kr. Þar af námu skuldir til lánastofnana einungis 1.027 m.kr., enda hefur Vestmannaeyjabær frá því að bankahrunið var árið 2008 greitt niður vaxtaberandi skuldir fyrir um 1.800 m.kr. Síðan 2006 hefur Vestmannaeyjabær greitt skuldir upp á 2883 milljónir og verður orðin nánst skuldlaus við lánastofnanir árið 2016.
 
 
 
Þar sem vaxtaberandi skuldir eru tiltölulega lágar og ekkert af þeim er í erlendum myntum hafa sveiflur í gengi krónur og verðbreytingar tiltölulega lítil áhrif á fjármagnskostnað bæjarins. Stærstu hlutar skulda og skuldbindinga bæjarins er annarsvegar lífeyrisskuldbinding upp á 2.438 m.kr. og hinsvegar leiguskuldbinding upp á 1.980 m.kr.
 
 
 
Eignfærðar framkvæmdir námu 289 m.kr. árið 2011, en alls hefur verið framkvæmd fyrir 1.461 m.kr. frá árinu 2009. Veltufé frá rekstri nam 903 m.kr. á árinu 2011, er það nokkurn vegin sambærilegt og árið 2010 skilaði í veltufé frá rekstri.
 
 
 
Allar kennitölur í rekstri sýna sterka og góða fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar. Veltufjárhlutfallið er 9,95 og eiginfjárhlutfallið er 42,66%. Skuldahlutfallið er komið niður í 155% úr rúmum 184% frá fyrra ári og ef tekið er tillit til hreins veltufé í útreikningi á skuldahlutfalli fer það niður í 59,19%.
 
 
 
Þessi niðurstaða er stjórnendum Vestmannaeyjabæjar fyrst og fremst hvattning til að gæta þess áfram að missa ekki tökin á útgjaldahliðinni. Eins og aðrir landsmenn njótum við Eyjamenn þess nú hversu vel gengur til sjávar. Reynslan hefur kennt okkur að gæftutíma má ekki nota til að þenja úr rekstur heldur þarf að kappkosta að nýta þann tíma til að búa sig undir erfiðari tíma. Erfiðu tímarnir koma, það getum við verið viss um.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.