Framkvæmdir við Eldheima hefjast brátt

3.Maí'12 | 08:39
Eins og komið hefur fram hyggur Vestmannaeyjabær á miklar framkvæmdir við Eldheima núna í sumar.

Fyrirhugað er að grafa upp og byggja yfir rústir af Gerðisbraut 10 sem síðan verður þungamiðja þeirrar sýningar sem safnið hýsir.
 
Arkitekt að húsinu er Margrét Kristín Gunnarsdóttir. Byggingunni sem slíkri er ætlað að gefa sýningargestum kost á að upplifa gosið og sögu þess. Hún á að vera einföld og í hana verður nánast eingöngu notað náttúrulegt og látlaust efni. Byggingin verður á tveimur hæðum. Alls verður húsið um 1161 m2 sem lætur nærri að vera eins og gamli salurinn í íþróttamiðstöðinni. Grunnflötur neðri hæðar er umtalsvert stærri en efri hæðar enda efrihæðin upphengd yfir hluta af neðri hæðinni. Ekki þarf að efast um að Eldheimar eiga eftir að verða gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn um leið og þeim er ætlað að styðja við hið fjölbreytta mannlíf og menningu í Vestmannaeyjum. Eldheimar bætast þar með við Sagnheima sem opnaðir voru seinasta sumar og hýsa í dag sögusýningu Vestmannaeyja. Þriðja og síðasta stoðin í safna- og menningarstarfi Vestmannaeyja verða svo Sæheimar, nýtt og glæsilegt fiskasafn.
 

Framkvæmdir þessar gefa bæði samfélaginu og fyrirtækjum í ferðaþjónustu ýmis tækifæri til að víkka út starf sitt og sérstöðu. Vestmannaeyjabær hvetur hér með fyrirtæki sem áhuga hafa á því að auka sérstöðu sína með markvissir þátttöku og þróun í tengslum við ofangreindar framkvæmdir til að hafa samband í gegnum netfangið postur@vestmannaeyjar.is
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is