Minni kostnaður við rekstur Herjólfs

2.Maí'12 | 17:43

Herjólfur

Vegagerðin vill koma því á framfæri vegna frétta af samningi við Eimskip um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs 2012 – 2014 að kostnaður verður þó nokkuð minni með samningnum en hann var árið 2011. Það ár var styrkur Vegagerðarinnar til rekstrar Herjólfs 740 milljónir króna en samningurinn við Eimskip gerir ráð fyrir styrk að fjárhæð 681 milljón króna á ári.
Samningurinn sem gerður var við Eimskip 27. apríl að loknu útboði, felur í sér að gert er ráð fyrir um 900 ferðum á ári í Landeyjahöfn og ríflega 300 ferðum á ári í Þorlákshöfn á samningstímanum. Mikill munur er á kostnaði við siglingar á þessar tvær hafnir og er tekið á því í samningnum. Ef sigldar verða fleiri ferðir í Landeyjahöfn í stað Þorlákshafnar en að ofan greinir getur samningsfjárhæðin lækkað og kostnaðurinn þar með. Hann gæti síðan hækkað ef sigla þarf fleiri ferðir í Þorlákshöfn á kostnað ferða í Landeyjahöfn.
 
Það er því ekki hægt að segja með vissu um hversu hagkvæmari þessi samningur verður. En miðað við þennan ferðafjölda reiknar Vegagerðin með að sparnaðurinn geti numið um 60 milljónum króna á ári, með samanburði við þann styrk sem greiddur var á síðasta ári og raunar mun meiri ef miðað er við kostnaðarhækkanir.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).