Dagbók lögreglunnar

Fimm mál vegna brota á umferðarlögum

Helstu verkefni frá 23 apríl til 30. apríl 2012

30.Apríl'12 | 15:52

Lögreglan,

Eins og í síðustu viku var frekar rólegt hjá lögreglu og ekki mikill erill í kringum skemmtistaði bæjarins. Þó var eitthvað um pústra án þess þó að kæur liggi fyrir. Þá var eitthvað um að kvartað hafi verið yfir hávaða í heimahúsum þar sem gleðskapur var í gangi.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í vikunni en um var að ræða árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Heiðarvegar og Bessastígs þann 28. apríl sl. Þarna hafði bifreið sem ekið var norður Heiðarvegi lent aftan á bifreið sem ekið var vestur Bessastíg áleiðis norður Heiðarveg. Farþegar í bifreiðunum kvörtuðu yfir lítisháttar eymslum og þá varð nokkuð tjón á bifreiðunum.
 
Alls liggja fimm mál vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstri og ólöglega lagningu ökutækja.
 
Þann 1. maí breytist útivistartími barna og unglinga. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 24.00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.
 
Lögreglan vill minna ökumenn og eigendur bifreiða á að fljótlega verður farið í að beita sektum vegna aksturs á negldum hjólbörðum. Nemur sektin kr. 5000 fyrir hvern negldan hjólbarða.
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).