500 kr sekt fyrir að klappa ekki fyrir stuðningsmönnum ÍBV í sunar

30.Apríl'12 | 08:28

fótbolti

Hjá félögum í Pepsi-deildinni eru leikmenn með sektarsjóð innan liðsins. Þar fá leikmenn sektir fyrir ýmsa hluti en sektirnar renna síðan í sameiginlegan leikmannasjóð. Í tengslum við spána fyrir Pepsi-deildina er ætlunin að skoða sektarsjóðskerfið hjá félögum og í dag er komið að Eyjamönnum.
 
 
 
,,Við byrjuðum aftur með sektarkerfið þegar við komum frá Spáni svo það er erfitt að dæma um hver verður sektarhæstur," segir danski varnarmaðurinn Rasmus Christiansen en hann sér um að halda utan um sektirnar hjá Eyjamönnum annað árið í röð.
 
,,Á síðasta ári voru Tóti (Þórarinn Ingi Valdimarsson), Guðjón Orri/25/Oggy og Úgandamennirnir Abel og Tonny hæstir á blaði. Abel og Tonny fara oft eftir klukkunni í Úganda þegar þeir eiga að mæta, Guðjón Orri á erfitt með að muna hluti og Tóti fær bara sektir fyrir að tuða."
 
,,Margir eru að standa sig vel í að forðast sektir svo það er oft erfitt að fá mikið af pening í kassann en á síðasta ári var meðaltalið í kringum 35 þúsund á mánuði."
 
Rasmus hefur lofað leikmönnum að peningurinn í sjóðnum verði notaður innan hópsins en hann ætlar þó að reyna að nota hann sjálfur.
 
,,Ég segi strákunum að við munum nota peninginn í eitthvað saman, eins og fara út að borða, í bíó eða eitthvað annað. Sannleikurinn er sá að alltaf þegar við förum í bíó sér Maggi (Gylfa) um og þegar við förum út að borða sér stjórnin um það svo í lok tímabilsins ætla ég að taka allan peninginn og eyða honum eins og ég vil," sagði Rasmus léttur í bragði að lokum.
 
Sektarreglur ÍBV:
 
Æfingar:
1. Seinn á æfingu 500kr. - fyrir hverjar mínútur eftir það 100kr.
2. Að mæta ekki á æfingu án þess að láta Magga eða Dragan vita 2000kr.
3. Gleyma fötum/skóm eða öðru á vellinum 500 krónur á hvern hlut
4. Linir boltar á æfingu, þrír yngstu fá sekt 500 krónur í sekt á mann
5. Ekkert vatn á æfingu, þrír yngstu fá 500 krónur í sekt á mann
6. Raka á sér punginn í sturtu 2000 kr.
7. Vera í flík frá öðru liði í búningsklefanum 500 kr. - fyrir að vera í flíkinni á æfingu 500 kr.
 
Leikir:
8. Mæta seint í leik 2000 kr. - 200 kr. fyrir hverjar 5 mínútur eftir það
9. Mæta of seint á fund 500 kr.
10. Símhringing á fundi eða í búningsherbergi fyrir leik 500 kr. - fyrir að svara 200 kr. - fyrir sms 200 kr.
11. Heimskulegt gult spjald (ekki gott fyrir liðið) 750 kr.
12. Heimskulegt rautt spjald 5000 kr.
13. Mæta ekki í leik 10000 kr./leikmenn og stjórn ákveða
14. Mæta ekki í réttum fötum á leikdegi (heima og úti) 500 kr. á flík
15. Klappa ekki fyrir stuðningsmönnum 500 kr.
16. Mæta ekki með sokka eða legghlífar í leiki 500 kr.
 
Aukareglur:
17. Fyrsti leikur - rasskelling
18. Drekka þegar það er ekki leyfilegt 20000 kr./leikmenn ákveða
19. Mynd í Eyjafréttum (tengd ÍBV) 100 kr.
20. Stela sektarsjóðsbókinni eða eyða sektum 15000 kr.
21. Kvarta yfir sekt - 50% extra á hverja sekt
22. Fyrir að reykja í búningsklefanum 1000 kr.
23. Fyrir að vera í fótboltaskóm inni í klefa / gildir ekki eftir æfingar í Eimskipshöllinni 500 kr.

 
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).