Finnst okkur vera spáð frekar neðarlega

segir Magnús Gylfason þjálfari ÍBV

28.Apríl'12 | 08:20
,,Mér finnst okkur vera spáð frekar neðarlega að vera spáð áttunda sæti. Það eru auðvitað fullt af breytingum og við erum með leikmenn í meiðslum en ég verð að viðurkenna að það kemur á óvart að sjá okkur í áttunda sæti," sagði Magnús Gylfason þjálfari ÍBV um spá Fótbolta.net.
 
Eyjamenn hafa síðustu tvö ár verið að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og Magnús segir að stefnan sé áfram sett á toppbaráttu í ár.
 
,,Við stefnum auðvitað ekkert neðar en síðustu ár. Við vitum að það verður erfitt en við stefnum ekki á neðri hlutann, það er alveg ljóst."
 
ÍBV skoðaði markmannsmál sín í vetur en félagið hefur ákveðið að halda tryggð við Úgandamanninn Abel Dhaira. ,,Hann hefur verið að vaxa núna seinni hlutann og ég treysti honum alveg í þetta," sagði Magnús en hinn gamalreyndi Albert Sævarsson hefur einnig tekið hanskana af hillunni eftir stutta pásu í vetur.
 
,,Albert er kominn af stað og er markmannsþjálfari. Hann er aðeins byrjaður að æfa líka sjálfur og verður til taks."
 
Magnús segist heilt yfir vera ánægður með hvernig hefur gengið að styrkja leikmannahópinn í vetur.
 
,,Við ætluðum að fá okkur varnarmann, við prufuðum Sverri (Garðarsson) en það gekk ekki eftir. Heilt yfir erum við nokkur sáttir, ef að það væri ekki fyrir þessi meiðsli hugsa ég að við værum alveg klárir með okkar lið. Út af þessum meiðslum væri fínt að fá 1-2 menn allavega til að byrja með."
 
Margir eru á því að Pepsi-deildin verði jafnari en oft áður og Magnús er einn af þeim sem er á þeirri skoðun.
 
,,Ég hef tilfinningu fyrir því að þetta verði jafnt og skemmtilegt mót. Mér sýnist á öllu að það verði fleiri lið að berjast, það verði ekki eins og í fyrra þar sem lið stinga af. Það er mín tilfinning en þetta kemur í ljós," sagði Magnús að lokum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%