Sýningar að hefjast aftur á Banastuð

25.Apríl'12 | 13:18
Leikfélag Vestmannaeyja hefur nú aftur sýningar á söngleiknum Banastuð eftir stutt hlé. Sýnt verður nú um helgina bæði föstudag og laugardag. Föstudagssýningin verður sérstök power sýning með m eira blóði, meiri hita, meiri látum og óvæntu atriði. Laugardagssýningin verður svo með hefbundnu sniði.
 
 
Miðasala er í fullum gangi í síma 852-1940 en nú fer hver að verða síðastur á tryggja sér bestu sætin á föstudagssýninguna.
 
 
Nokkar umsagnir um sýninguna:
"djöfull er þettta ógeðslega fyndið , helt ég myndi deyja!!"
-- Sigurbjörg Vilhjalmsdottir
 
"Ertu að grínast hvað ég hló mikið! Takk fyrir snilldarsýningu!"
-- Berglind Karlsdóttir
 
"Mjög líklega ein sú besta ef ekki hreinlega allra besta sýning Leikfélags Vestmannaeyja. Mig langar aftur. Og aftur. Og aftur. Banastuð er frábært stykki og leikhúsfólkið okkar er algerlega magnað. Innilega til hamingju öll saman." -- Guðrún Jónsdóttir
 
 
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%