Kvótafrumvörp skapa eignarnámsbætur hjá Vinnslustöðinni

24.Apríl'12 | 10:49

VSV vinnslustöðin

Lögmennirnir Ragnar H. Hall, Gunnar Jónsson og Almar Þór Möller telja að Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum ætti rétt á eignarnámsbótum frá ríkinu ef kvótafrumvörp stjórnarinnar verða samþykkt óbreytt.
Þetta kemur fram í greinargerð frá Mörkinni lögmannsstofu hf. var unnin að ósk Vinnslustöðvarinnar hf. vegna frumvarpa til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Umsögnin hefur verið send atvinnuveganefnd Alþingis.
 
„Við teljum...að sú gríðarlega hagsmunaröskun sem felst í umræddum lagafrumvörpum brjóti augljóslega gegn hagsmunum Vinnslustöðvarinnar hf., sem varðir eru af ákvæðum 72. gr. og 75 gr. stjórnarskrárinnar. Verði frumvörpin óbreytt að lögum eigi Vinnslustöðin hf. rétt á eignarnámsbótum frá íslenska ríkinu," segir í greinargerðinni.

Í tilkynningu um málið segir að einnig sé vísað í niðurstöðu IFS ráðgjafar sem kemst að þeirri niðurstöðu að virðisrýrnun hlutafjár Vinnslustöðvarinnar verði um 90%, fari úr 5,80 evrum á hlut niður í 0,60 evrur á hlut.
 
Í greinargerðinni er vísað til sérstaka veiðigjaldsins og að erfitt sé að átta sig á því hvernig það eigi að reiknast ...„sem vekur upp áleitnar spurningar um hvort skýrleiki réttarheimildarinnar fyrir gjaldtökunni sé nægjanlegur."

Þá er þeirri spurningu jafnframt velt upp hvort útreikningur gjaldsins og álagning feli í sér óheimilt framsal skattlagningarvalds frá löggjafarvaldi til framkvæmdavalds.

Fram kemur að ef áhrif fyrirliggjandi frumvarpa um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og veiðigjöld hefðu verið hluti af rekstrarumhverfi Vinnslustöðvarinnar árið 2010 hefði tap á rekstri hennar numið 3,6 milljörðum króna (22,2 millj. evra) í stað þess að reksturinn skilaði 730 milljóna króna (4,4 millj. evra) hagnaði.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).