Fyrirhugað veiðigjald 886.805 kr pr íbúa í Vestmannaeyjum eða 15.9% af heildar veiðigjaldinu

Óvissa með það að Vinnslustöðin geti staðið undir hækkun veiðigjalds

24.Apríl'12 | 08:41

Þorskur fiskur

Morgunblaðið fjallar í dag um umsagnir Landsambands íslenskra útvegsmanna, Samtaka fiskvinnslustöðva og Samtaka atvinnulífsins um frumvörð um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Fram kemur í umsögn Samtaka atvinulífsins að verði frumvörpin að lögum þá sé verið að breyta núgildandi fiskveiðistjórnunarkerfi yfir í skattkerfi.
Í töflu sem fylgir umfjöllun Morgunblaðsins í dag kemur fram að þegar skoðað eru veiðigjald fyrirtækja eftir sveitafélögum þá greiða fyrirtæki í eyjum mest allra í veiðigjald.

Sveitafélag:                   veiðigjald í milljónum króna                  Á hvern Íbúa              hlutfall í %
Vestmannaeyjar                         3.716                                                886.805                          15.9%
Fjarðarbyggð                               2.964                                                644.413                          12.7%
Reykjavík                                      2.678                                                  22.544                           11.5%
Akraneskaupstaður                   1.466                                                 222.438                            6.3%
Grindarvíkurkaupstaður            1.436                                                 507.247                            5.9%

Endurskoðendafyrirtækið Deloitte mat einnig greiðsluhæfi útgerða vegna frumvarpsins og kom fram að aðeins 17 af 75 sjávarútvegsfyrirtækjum sem tóku þátt í rannsókn Deloitte á áhfrifum nýja veiðigjaldsfrumvarpsins munu geta staðið undir hækkun á gjaldinu í óbreyttri mynd.

Samkvæmt mati Deloitte mun veiðigjaldið hækka á Vinnslustöðina úr 101 milljón á ári yfir í 971 milljón króna. Og miðað við niðurstöður Deloitte þá er óvíst að Vinnslustöðin geti staðið undir þessari hækkun. Útgerðarfyrirtækið Frár er flokkar meðal fyrirtækja sem eiga að standa úr hækkun veiðigjalds en gjaldið á Frá mun sjöfaldast úr 6 milljónum pr ár yfir í 43 milljónir.
 
Nánar er fjallað um málið á síðum Morgunblaðsins í dag.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.