ÚV áætlar að um 80 störf við sjávarútveg í Vestmannaeyjum hafi eða muni glatast við ákvarðanir stjórnvalda

Til viðbótar er áætlað að um 100 afleidd störf tapist

23.Apríl'12 | 10:11

höfn vestmannaeyjahöfn vestmannaeyjar vestmannaeyjabær

„Höfuðborgarsvæið naut góðs af hagvextinum fyrir fall bankanna. Þess hagvaxtar gætti hins vegar ekki á landsbyggðinni. Nú þegar horfir til betri vegar á landsbyggðinni vilja ráðamenn landsins gera hagvöxtinn þar upptækan! Gjaldið mun draga úr lífsgæðum og hagvexti í Eyjum. Þetta eru fjármunir sem eiga að stuðla að fjárfestingu og styrkingu útgerðar og vinnslu, ekki til gæluverkefna stjórnmálamanna."
Útvegsbændur í Vestmannaeyjum sendu frá sér umsögn fyrir helgi þar sem fyrirhuguðu frumvarpi er harðlega mótmælt sem þeir segja munu leiða til fjöldagjaldþrota í greininni. Þar segir ennfremur: „Núverandi stjórnvöld hafa með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu valdið því að 100 fjölskyldur í Vestmannaeyjum hafa eða munu glata lífsviðurværinu og það telst meiriháttar högg af mannavöldum fyrir þetta samfélag."
 
 
Samantekt: Helstu athugasemdir Útvegsbændafélags Vestmannaeyja
Útvegsbændur í Vestmannaeyjum eru á einu máli um að lögfesting þessara boðuðu breytinga muni leiða til fjöldagjaldþrota í greininni, skaða sjávarútveginn stórlega og varanlega og veita þar með sjávarbyggðum landsins og atvinnulífi landsmanna þung högg.
 
Veiðigjöldin sem boðuð eru í frumvarpi til laga um veiðigjöld styðjast við kolranga útreikninga á meintri auðlindarentu. Fjöldi fyrirtækja mun ekki hafa bolmagn til að greiða gjaldið. Best stöddu sjávarútvegsfyrirtæki landsins munu eiga í miklu basli við að viðhalda skipaflota, fasteignum og tækjum. Aðrar útgerðir lenda að öllum líkindum í meiriháttar greiðsluerfiðleikum.
 
Höfuðborgarsvæðið naut góðs af hagvextinum fyrir fall bankanna. Þess hagvaxtar gætti hins vegar ekki á landsbyggðinni. Nú þegar horfir til betri vegar á landsbyggðinni vilja ráðamenn landsins gera hagvöxtinn þar upptækan! Gjaldið mun draga úr lífsgæðum og hagvexti í Eyjum. Þetta eru fjármunir sem eiga að stuðla að fjárfestingu og styrkingu útgerðar og vinnslu, ekki til gæluverkefna stjórnmálamanna.

Frumvarp til laga um veiðigjöld, helstu athugasemdir:
-Útreikningur auðlindarentu er rangur og ofmetur auðlindarentuna um tugi milljarða.
--Dr. Ragnar Árnason, dr. Birgir Þór Runólfsson og dr. Daði Már Kristófersson, allir við Háskóla Íslands, hafa lýst yfir því að auðlindarentan sé rangt reiknuð út.
-- Undir það hefur Arion banki tekið ásamt Deloitte og fjöldi útvegsmanna.
- Hið 70% hlutfall veiðigjalds af auðlindarentu mun valda fjölda gjaldþrota í greininni.
-- Þar sem útreikningar á auðlindarentu eru rangir leiðir það til mun hærri gjaldtöku en 70%.
- Veiðigjald tekið af samanlagðri rentu útgerðar og fiskvinnslu er fráleitt.

Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, helstu athugasemdir:
-Flestir þeir sem í greininni eru hafa fjárfest í aflaheimildum á undanförnum árum og hafa mátt þola mikla skerðingu aflaheimilda. Þær byrðar hafa þeir tekið á sig í von um betri tíð og að þeir fái skerðinguna bætta þegar ástand fiskstofna leyfi. Annað kemur nú á daginn. Með þessu frumvarpi á stór hluti aukningarinnar að renna annað og útgerðirnar sitja eftir með skuldirnar!
- ÚV er sammála þeim hagfræðingum sem hafa bent á að strandveiðarnar eru óhagkvæmt kerfi, m.a. vegna þess að þær byggjast á sóknarkerfi sem á sér hliðstæðu í Færeyjum og Kanada og hefur sýnt sig að stuðlar að óhagræðingu þar sem bátum fjölgar og nýting þeirra versnar.
- Allt tal um starfsöryggi greinarinnar til 15 ára er marklaust. Ráðherra gæti ákveðið strax á fyrstu árum nýtingarleyfisins að hlutfallslega meiri aflaheimildir fari úr flokki 1 í flokk 2 en ákveðið var í byrjun og því minnki það aflamagn sem upphaflegt leyfi kvað á um.
- Félagsmenn ÚV mótmæla umtalverðum takmörkunum og skattlagningu á framsali aflahlutdeildar og aflamarks.
 
ÚV áætlar að um 80 störf við sjávarútveg í Vestmannaeyjum hafi eða muni glatast við ákvarðanir stjórnvalda. Til viðbótar er áætlað að um 100 afleidd störf tapist.

Núverandi stjórnvöld hafa með breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu valdið því að 100 fjölskyldur í Vestmannaeyjum hafa eða munu glata lífsviðurværinu og það telst meiriháttar högg af mannavöldum fyrir þetta samfélag.
 
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).