Réðust í sameiningu á mann

23.Apríl'12 | 09:59

Lögreglan,

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt tvo pilta, fædda árið 1992, í þriggja og eins mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Piltarnir réðust meðal annars saman að öðrum á skemmtistað í Vestmannaeyjum.
Ákært var fyrir tvær líkamsárásir í málinu. Annars vegar réðust báðir piltarnir á karlmann á skemmtistað í nóvember 2010 og slógu hann í andlitið. Hlaut fórnarlambið talsvert mar yfir vinstra auga og út á kinn og rotaðist.
 
Þá var annar piltanna einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á karlmann fyrir utan skemmtistað í Vestmannaeyjum í desember 2010. Veitti hann manninum hnefahögg á vinstri vanga með þeim afleiðingum að kinnbein fórnarlambsins margbrotnaði og gengu brotin upp í augntóftina á nokkrum stöðum og þurfti hann að fara í aðgerð þar sem brotin voru lagfærð.
 
Dómurinn taldi hæfilegt að pilturinn sem sakfelldur var fyrir tvær árásir yrði dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en hinn í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi.
 
Þá var þeim gert að greiða fórnarlömbum sínum bætur, annars vegar saman 150 þúsund krónur og hins vegar greiddi annar pilturinn öðru fórnarlambi sínu 300 þúsund krónur.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).