Réðust í sameiningu á mann

23.Apríl'12 | 09:59

Lögreglan,

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt tvo pilta, fædda árið 1992, í þriggja og eins mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Piltarnir réðust meðal annars saman að öðrum á skemmtistað í Vestmannaeyjum.
Ákært var fyrir tvær líkamsárásir í málinu. Annars vegar réðust báðir piltarnir á karlmann á skemmtistað í nóvember 2010 og slógu hann í andlitið. Hlaut fórnarlambið talsvert mar yfir vinstra auga og út á kinn og rotaðist.
 
Þá var annar piltanna einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á karlmann fyrir utan skemmtistað í Vestmannaeyjum í desember 2010. Veitti hann manninum hnefahögg á vinstri vanga með þeim afleiðingum að kinnbein fórnarlambsins margbrotnaði og gengu brotin upp í augntóftina á nokkrum stöðum og þurfti hann að fara í aðgerð þar sem brotin voru lagfærð.
 
Dómurinn taldi hæfilegt að pilturinn sem sakfelldur var fyrir tvær árásir yrði dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en hinn í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi.
 
Þá var þeim gert að greiða fórnarlömbum sínum bætur, annars vegar saman 150 þúsund krónur og hins vegar greiddi annar pilturinn öðru fórnarlambi sínu 300 þúsund krónur.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%