Fjallabræður eiga þjóðhátíðarlagið í ár

21.Apríl'12 | 10:11
Vestfirski rokkkórinn Fjallabræður mun eiga þjóðhátíðarlagið í ár og mun kórinn flytja það ásamt Lúðrasveit Vestmannaeyja. Lagið ber nafnið „Þar sem hjartað slær“. Þetta kemur fram á vefnum Vestur.is, fréttavef Vestfjarða
Halldór Gunnar Pálsson Fjallabróðir segir í samtali við Vestur að þjóðhátíðarlagið verð risastórt og magnað. Halldór Gunnar samdi sjálfur lagið, en textann gerði Magnús Þór Sigmundsson. Gerðar verða tvær útgáfur af laginu, ein fyrir Fjallabræður og önnur fyrir Lúðrasveit Vestmannaeyja. „Þannig vonumst við til að lagið geti lifað um ókomna tíð,“ hefur Vestur eftir Halldóri Gunnari.
 
Fjallabræður hafa komið fram á Þjóðhátíð í Vestmanneyjum seinustu tvö ár og verður þetta því þriðja Þjóðhátíð þeirra bræðra. Halldór Gunnar segir að það ríki mikil eftirvænting í hópnum við að taka þetta stóra og ábyrgðarfulla verkefni að sér og lofa þeir því að þeir munu standa sig eins og sönnum Vestfirðingum sæmir, að því er fram kemur á vef Vestur.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is