Tvö ný hótel í Vestmannaeyjum

19.Apríl'12 | 07:30

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Fosshótel vilja breyta gömlu húsnæði Fiskiðjunnar í Vestmannaeyjum í þriggja stjörnu hótel. Þá eru framkvæmdir á öðru hóteli við Hásteinsvöll í undirbúningi, en þar hafa veður og hugsanlegt grjóthrun sett strik í reikninginn.
Fiskiðjan sameinaðist Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum fyrir rúmum tuttugu árum. Síðan hefur hluti Fiskiðjuhússins gengið kaupum og sölum. Nú hefur bærinn tekið tilboði Fosshótela um kaup á þremur af fjórum hæðum gömlu Fiskiðjunnar. Ráðgert er að nýta neðstu hæðina fyrir fiskasafn bæjarins.
 
Framkvæmdastjóri Fosshótela segir að unnið sé að fjármögnun. Það sé spennandi verkefni að tengja hótel á þessum stað við landslagið, sögu eyjanna og sjávarútveginn.
 
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segist finna fyrir miklum áhuga hjá einkaaðilum varðandi hótelrekstur og annars konar ferðaþjónustu í Eyjum, þrátt fyrir erfiðleika sem hafa verið við nýjar samgöngur um Landeyjahöfn. „Við og aðrir trúum því að samgöngurnar verði látnar virka,“ segir Elliði.
 
Tvö hótel eru í Eyjum. Annað þeirra hefur verið lokað eftir bruna í vetur. Vonir standa til að viðgerð þess ljúki í sumar.
 
Fréttastofa RÚV hefur áður sagt frá áformum um nýtt hótel við Hásteinsvöll. Í ljósi upplýsinga um veðurfar á svæðinu og mats á hættu á hugsanlegu grjóthruni hefur hönnun þess hótels verið breytt lítillega. Nú er gert ráð fyrir inngangi vestanmegin, grjótvörn í fjallshlíðinni og lengri vegalengd á milli hótelsins og fjallsins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.