Heimaey VE 1 lögð af stað til Vestmannaeyja

19.Apríl'12 | 07:32
Rétt í þessu lagði frá bryggi við skipasmíðastöð ASMAR í Chile Heimaey VE1 og er áætlað að skipið verði í um þrjár vikur að sigla til Vestmannaeyja.
Landfestum var sleppt um 19:30 að íslenskum tíma í kvöld en um fjögur og hálft ár eru liðin frá því að skrifað var undir samning milli skipasmíðastöðvarinnar og Ísfélagsins í Vestmannaeyjum.
 
Skipstjóri verður Ólafur Einarsson sem undanfarin ár hefur verið á Álsey VE og með honum færist yfir á nýja skipið Svanur Gunnsteinsson sem verður vélstjóri. Sjö manna áhöfn ásamt fulltrúa ASMAR mun sigla Heimaey VE 1 til Vestmannaeyja.
 
Heimaey VE 1 er 71,1 metra langt og 14,4 metra breitt en burðargeta þess er rúmlega 2.000 tonn.
 
Hægt er að fylgjast með staðsetningu skipsins hér
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.