Heimaey VE 1 lögð af stað til Vestmannaeyja

19.Apríl'12 | 07:32
Rétt í þessu lagði frá bryggi við skipasmíðastöð ASMAR í Chile Heimaey VE1 og er áætlað að skipið verði í um þrjár vikur að sigla til Vestmannaeyja.
Landfestum var sleppt um 19:30 að íslenskum tíma í kvöld en um fjögur og hálft ár eru liðin frá því að skrifað var undir samning milli skipasmíðastöðvarinnar og Ísfélagsins í Vestmannaeyjum.
 
Skipstjóri verður Ólafur Einarsson sem undanfarin ár hefur verið á Álsey VE og með honum færist yfir á nýja skipið Svanur Gunnsteinsson sem verður vélstjóri. Sjö manna áhöfn ásamt fulltrúa ASMAR mun sigla Heimaey VE 1 til Vestmannaeyja.
 
Heimaey VE 1 er 71,1 metra langt og 14,4 metra breitt en burðargeta þess er rúmlega 2.000 tonn.
 
Hægt er að fylgjast með staðsetningu skipsins hér
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.