Ísfélag Vestmannaeyja tók á móti Heimaey VE-1

17.Apríl'12 | 12:38
„Nýja skipið verður hreinlega bylting fyrir okkur. Sífellt eru gerðar meiri kröfur um burðargetu, kæligetu og hraða til að skila úrvals hráefni til að vinna úr því hágæða afurðir. Nýja skipið gerir okkur þetta kleift og svo margt fleira. Það var löngu orðið tímabært að láta smíða svona skip, en það kostar 4.000 milljónir króna. Góða afkomu þarf því til að standa undir slíkri fjárfestingu. Við teljum okkur hafa góða möguleika á því, þó veiðar á uppsjávarfiski séu alltaf nokkurri óvissu háðar. Nú blasir hins vegar við að auki pólitísk rekstraráhætta, sem ætti ekki að vera til staðar og leysist vonandi sem fyrst,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja.
 
Burðargetan 2000 rúmmetrar
 
Félagið tók við hinu nýja uppsjávarveiðiskipi sínu Heimaey VE 1 í Chile í gær. Skipið hefur verið lengi í smíðum og tafðist afhending þess meðal annars vegna náttúruhamfara. Gert er ráð fyrir að skipið sigli heim á næstu dögum og verði komið til heimahafnar í Eyjum þremur vikum eftir að lagt verður af stað. Skipið er búið fyrir veiðar í flotvörpu og nót og mælist 2.263 brúttótonn að stærð. Mesta lengd er 71 metri, breiddin er 14,4 metrar og djúprista 9,5 metrar. Siglingarhraði er að hámarki 17 mílur. Skipið er með 10 hráefnistanka, sem allir eru jafnstórir og burðargetan er 2.000 rúmmetrar. Svefnaðstaða er í skipinu fyrir 20 manns í fjórum eins manns klefum og átta tveggja manna. Fiskileitar- og siglingatæki eru af bestu og nýjustu gerð.
Ísfélagið gerir fyrir út fimm uppsjávarveiðiskip, en það eru Álsey, Guðmundur, Júpíter, Sigurður og Þosteinn og bolfiskveiðiskipið Suðurey.
 
Burðargetan 2000 rúmmetrar

Félagið tók við hinu nýja uppsjávarveiðiskipi sínu Heimaey VE 1 í Chile í gær. Skipið hefur verið lengi í smíðum og tafðist afhending þess meðal annars vegna náttúruhamfara. Gert er ráð fyrir að skipið sigli heim á næstu dögum og verði komið til heimahafnar í Eyjum þremur vikum eftir að lagt verður af stað. Skipið er búið fyrir veiðar í flotvörpu og nót og mælist 2.263 brúttótonn að stærð. Mesta lengd er 71 metri, breiddin er 14,4 metrar og djúprista 9,5 metrar. Siglingarhraði er að hámarki 17 mílur. Skipið er með 10 hráefnistanka, sem allir eru jafnstórir og burðargetan er 2.000 rúmmetrar. Svefnaðstaða er í skipinu fyrir 20 manns í fjórum eins manns klefum og átta tveggja manna. Fiskileitar- og siglingatæki eru af bestu og nýjustu gerð.
Ísfélagið gerir fyrir út fimm uppsjávarveiðiskip, en það eru Álsey, Guðmundur, Júpíter, Sigurður og Þosteinn og bolfiskveiðiskipið Suðurey.

Ganghraðinn stækkar veiðisvæðið

„Gríðarlega mikil kæligeta er í skipinu og tankarnir djúpir, sem bæta meðferð aflans og kælinguna. Aflinn fer til mannneldis og verður ýmist unninn í Vestmannaeyjum eða á Þórshöfn. Vegna mikils ganghraða skipsins munum við geta haldið úti vinnslu á báðum stöðum hluta sumars, en undanfarin ár, hefur aðeins verið unnið á öðrum staðnum í einu yfir sumarið, eftir því hvor staðurinn er nær miðunum. Ganghraðinn og hin öfluga kæling stækka líka veiðisvæðið fyrir okkur. Útlitið í loðnunni er nú gott, kolmunnastofninn er á uppleið og íslenska síldin að braggast, en kvótinn á þeirri norsk-íslensku hefur minnkað. Óvissan um makrílinn er auðvitað slæm, en hann er okkur afskaplega mikilvægur. Við höfum séð að nágrannaþjóðir okkar hafa á undanförnum árum getað endurnýjað skip sín reglulega og eru undantekningarlítið með afar góð ný skip. Við höfum svo verið að kaupa notuð skip af þeim. Skýringin á þessu liggur að mestu leyti í því, að þessar þjóðir hafa notið þess að fiska mikið af makríl, sem hefur skilað þeim mjög góðum tekjum. Því er mikilvægt að veiðar okkar á makrílnum verði tryggðar. Með þeim hætti verður endurnýjun uppsjávarveiðiflotans ekki eins erfið og verið hefur og ekki er vanþörf á endurnýjun þar,“ segir Stefán Friðriksson.

 
„Gríðarlega mikil kæligeta er í skipinu og tankarnir djúpir, sem bæta meðferð aflans og kælinguna. Aflinn fer til mannneldis og verður ýmist unninn í Vestmannaeyjum eða á Þórshöfn. Vegna mikils ganghraða skipsins munum við geta haldið úti vinnslu á báðum stöðum hluta sumars, en undanfarin ár, hefur aðeins verið unnið á öðrum staðnum í einu yfir sumarið, eftir því hvor staðurinn er nær miðunum. Ganghraðinn og hin öfluga kæling stækka líka veiðisvæðið fyrir okkur. Útlitið í loðnunni er nú gott, kolmunnastofninn er á uppleið og íslenska síldin að braggast, en kvótinn á þeirri norsk-íslensku hefur minnkað. Óvissan um makrílinn er auðvitað slæm, en hann er okkur afskaplega mikilvægur. Við höfum séð að nágrannaþjóðir okkar hafa á undanförnum árum getað endurnýjað skip sín reglulega og eru undantekningarlítið með afar góð ný skip. Við höfum svo verið að kaupa notuð skip af þeim. Skýringin á þessu liggur að mestu leyti í því, að þessar þjóðir hafa notið þess að fiska mikið af makríl, sem hefur skilað þeim mjög góðum tekjum. Því er mikilvægt að veiðar okkar á makrílnum verði tryggðar. Með þeim hætti verður endurnýjun uppsjávarveiðiflotans ekki eins erfið og verið hefur og ekki er vanþörf á endurnýjun þar,“ segir Stefán Friðriksson.
 
tekið af Útvegsblaðinu
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is