Boðað auðlindagjald hefði verið 5 milljarðar fyrir atvinnulífið í Vestmannaeyjum árið 2010 af 24 milljörðum fyrir landið allt

17.Apríl'12 | 14:36

Þorskur fiskur

Bæjarráð Vestmannaeyja varar Alþingi sterklega við því að samþykkja óbreytt fyrirliggjandi frumvörp ríkisstjórnarinnar til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld.
Greinargerð óháðra sérfræðinga, sem fylgir frumvörpunum og sem unnin var að beiðni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, ætti ein og sér að duga þingmönnum til að staldra við og ígrunda gaumgæfilega áhrif lagasetningarinnar á rekstur og afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og á sjávarbyggðir landsins.
 
 
 
Sérfræðingarnir búast við umhleypingum á næstu árum meðan útgerðin lagar sig að breyttum aðstæðum og segja að áformuð lagasetning muni verða mjög íþyngjandi fyrir rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Enn fremur að hækkun veiðigjalds muni án efa kippa stoðum undan skuldsettari útgerðarfyrirtækjum.?
 
 

Þá benda sérfræðingarnir á að byggðaaðgerðir frumvarpsins séu ólíklegar til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að, enda skorti enn þann langtímastöðugleika sem getur skapað grundvöll fyrir uppbyggingu atvinnulífs í sjávarbyggðum?.
 
 

Bæjarráð telur að þessi varnaðarorð, sem fylgja frumvörpunum, séu meira en næg ástæða fyrir alþingismenn til að leggja málin til hliðar frekar en að stuðla að því að lögfesta þau og stuðla þannig að umhleypingum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir fólk og fyrirtæki í sjávarbyggðum landsins.
 
Bæjarráð gerir ma. athugasemdir við eftirfarandi:

*Sá landsbyggðaskattur sem kallaður er auðlindagjald er fáheyrt hár. Boðað auðlindagjald hefði verið 5 milljarðar fyrir atvinnulífið í Vestmannaeyjum árið 2010 af 24 milljörðum fyrir landið allt. Það gerir sértæka gjaldheimtu upp á tæplega 1.2 milljónir pr. íbúa í Vestmannaeyjum einungis það ár. Slíkur sértækur skattur kemur ofan á allt annað sem íbúar og atvinnulífið í Vestmannaeyjum greiðir til jafns á við aðra.

*Ósanngirnin og óréttlætið í því að leiða gríðarlega skattheimtu yfir landsbyggðina þegar loks sjást þar merki um hagvöxt er alger.

*Skattlagning á borð við það sem boðuð er í frumvarpinu merkir að endurnýjun tækja, samfélagsleg uppbygging, framþróun í veiðarfæragerð, framþróun tæknibúnaðar, uppbygging mannvirkja, þróun markaða, aukinn virðisauki sjávarfangs og fleira kemur til með að sitja á hakanum.

*Aukin áhersla á handstýringu og potta dregur úr hagkvæmni og stór eykur áhrif stjórnmálamanna á viðskipti í sjávarútvegi. Úr slíkum áhrifum þarf frekar að draga.
 
Á það skal að lokum bent að Íslendingar lifa á atvinnugrein sem er niðurgreidd af nágrannaþjóðum.

Skýrsla Oceana sem kom út í september fjallaði um styrki ESB til sjávarútvegsfyrirtækja. Niðurstaða skýrslunnar var sú að greinin fékk styrki árið 2009 sem samsvaraði 50% af verðmæti aflans. Það myndi merkja að Íslendingar hefðu þurft að greiða 76,5 milljarða með sjávarútveginum í fyrra í stað þess að nýta hann sem undirstöðu hagkerfisins. Íslenskir stjórnmálamenn hljóta að staldra við áður en þeir grípa til óvandaðra og illa undirbúinna breytinga á stjórnun sjávarútvegs.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is