Dagbók lögreglunar

Eitt fíknefnamál kom upp í vikunni sem leið

Helstu verkefni frá 9. til 16. apríl 2012

16.Apríl'12 | 15:43

Lögreglan,

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið en engin alvarleg mál sem upp komu. Helgin fór ágætlega fram og lítið um útköll á skemmtistaði bæjarins.
 
Í vikunni var lögð fram kæra vegna líkamsárásar sem átti sér stað aðfaranótt annars í páskum í Höllinni. Þarna hafði stúlka ráðist á aðra stúlku þannig að hún fékk mar og klór á upphandleggi.
 
Eitt fíknefnamál kom upp í vikunni sem leið en lögreglan hafði afskipti af bifreið sem lagt var á útsýnispalli á Nýjahrauni en í bifreiðinni voru þrjú ungmenni. Lítisháttar af kannabisefnum fundust við leit í bifreiðinni og viðurkenndi eitt ungmenni að eiga efnið og telst málið upplýst að mestu. Þá var kannað með ástand ökumanns bifreiðarinnar en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum ávana- og fíkniefna við aksturinn.
 
Tveir þjófnaðir voru kærðir í vikunni og var í báðum tilvikum um þjófnað á farsímum að ræða. Annar þjófnaðurinn átti sér stað í mars en hinn þann 13. apríl sl. um borð í Stíganda VE. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki.
 
Ein eignaspjöll voru tilkynnt um helgina en um var að ræða rúðubrot í útidyrahurð að Kirkjuveg 20. Tveir menn voru grunaðir um verknaðinn og hefur annar þeirra játað að hafa brotið rúðuna og kvaðst ætla að bæta það tjón sem hann olli.
 
Alls liggja fyrir 6 kærur vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða m.a. vanrækslu á að vera með öryggisbelti spennt í akstri og ólöglega lagningu ökutækis.
 
Lögreglan vill minna eigendur ökutækja og ökumenn á að frá 15. apríl til 1. nóvember er ekki heimilt að aka um að negldum hjólbörðum. Hins vegar verður ekki byrjað strax að sekta fyrir að aka á negldum hjólbörðum, en tilkynning verður gefin út síðar hvenær vænta má að sektum verður beitt vegna aksturs á negldum hjólbörðum.
 
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.