Svör óskast

Eyverjar óska eftir afstöðu samfylkingarfólks

15.Apríl'12 | 21:03

Samfylking

Nú þegar Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hefur fagnað framkomnum frumvörpum um stjórn fiskveiða og veiðigjöld, þá telja Eyverjar óhjákvæmilegt að Sólveig Adolfsdóttir stjórnarmaður í Kjördæmisráði Samfylkingarinnar í suðurkjördæmi, Guðrún Erlingsdóttir formaður Samfylkingarinnar í Vestmannaeyjum og þingmenn Samfylkingarinnar í kjördæminu upplýsi Eyjamenn, sem og aðra, um afstöðu sína til frumvarpanna.
Ef að viðkomandi einstaklingar styðja frumvarpið, þá er óskað eftir rökstuðningi og jafnframt rökstuðningi fyrir því hvaða jákvæðu áhrif talið er að frumvörpin hafi á bæjarfélög líkt og Vestmannaeyjar, Snæfellsbæ, Bolungarvík, Eskifjörð og fleiri sveitarfélög þar sem sjávarútvegur er gríðarmikilvæg atvinnugrein. Hingað til hafa Eyverjar ekki rekist á jákvæða umsögn frá aðilum/sveitarfélögum sem eiga mikið undir.
 
 
 
Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.